Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók aðspurður undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans.
Dönsk stjórnarskrá?
Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Varla þarf þó að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár.
Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
Full ástæða er til þess að fagna þeim áhuga sem komið hefur fram á meðal stjórnmálamanna í Bandaríkjunum undanfarin ár á því að teknar verði upp viðræður um gerð víðtæks fríverzlunarsamnings við Ísland þrátt fyrir að ólíklegt verði að telja að af slíkum samningi verði á meðan Ísland á aðild að EES-samningnum. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið.
Hverju ætti ESB að bæta við?
Fullyrðingar um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála, og geti ekki treyst á NATO og Bandaríkin í þeim efnum, verða í bezta falli að teljast broslegar. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið verða öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu.
Pólitíski ómöguleikinn
Fjórum dögum eftir þingkosningarnar 2017 sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að flokkur hans myndi ekki setja það sem skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið þrátt fyrir að hafa lagt áherzlu á það í aðdraganda kosninganna. Fjórum dögum síðar lýsti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, því sama yfir.
Að virða niðurstöður kosninga
Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan.
Stjórnsýslan kvartar undan flóknu regluverki
Full ástæða er til þess að leggja vel við hlustir þegar ekki einungis fulltrúar atvinnulífsins kvarta sáran undan sífellt meira íþyngjandi regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem eitt og sér ætti að vera nægt tilefni til þess að staldra við og íhuga á hvaða leið við séum með aðildinni að samningnum, heldur einnig fulltrúar stjórnsýslunnar.
Háð bæði Kína og Rússlandi
Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi.