Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sagði í kappræðum formanna stjórnmálafokkanna á Stöð 2 á dögunum, aðspurður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, hvort til þess gæti komið að hann gæfi eitthvað eftir varðandi inngöngu í Evrópusambandið kæmi til ríkisstjórnarsamstarfs flokks hans við Viðreisn og Samfylkinguna eftir þingkosningarnar, að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn sem berðist fyrir því að Ísland gengi í sambandið. Hann sæi engin rök fyrir inngöngu í það.
Author: Fullveldi
Vilja miklu stærra bákn
Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið.
Verja þarf friðinn
Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir, lýsti því yfir á dögunum í þættinum Spursmál á mbl.is að öryggi Íslands væri betur tryggt utan NATO en innan varnarbandalagsins og kallaði eftir úrsögn landsins úr því. Ísland ætti að vera friðsælt ríki og rödd friðar í heiminum. Vafalaust geta flestir tekið undir þetta síðastnefnda en til þess að svo megi vera þarf hins vegar að verja friðinn.
Fámennt ríki á jaðrinum
Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur innan þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið bæði það fámennasta innan sambandsins og á yzta jaðri þess.
Hver er bezti kosturinn?
Fyrir helgi voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar þar sem spurt var að því hvern fólk vildi sjá sem formann Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Könnunin, sem Prósent vann í samstarfi við hlaðvarpið Bakherbergið, náði þó ekki einugis til stuðningsmanna flokksins heldur fólks almennt. Með öðrum orðum í flestum tilfellum einstaklinga sem væntanlega eru pólitískir andstæðingar hans.
Sporin hræða vissulega
Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, við áhyggjum kjósanda af því að Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi borgarstjóri um árabil, taki líklega sæti á Alþingi fyrir hönd flokksins eftir þingkosningarnar eru auðvitað afar skiljanleg í ljósi þess hvernig haldið hefur til að mynda verið á fjármálum og skipulagsmálum borgarinnar undir forystu hans í samstarfi við einkum Pírata og Viðreisn sem meðal annars á stóran þátt í verðbólgunni hér á landi undanfarin misseri.
Hegðaði sér eins og einræðisherra
„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.
Hafa stjórn á sínu fólki?
Ég skemmti mér vægast sagt vel yfir umræðum á Alþingi um störf þingsins á dögunum þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði EES-samninginn að umtalsefni. Spurði hún Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, hvort hann hefði „ekki stjórn á sínu eigin fólki“ og hvatti hann til þess að „standa í lappirnar“ gagnvart röddum innan flokksins sem gagnrýndu samninginn.
Mjög skiljanleg umræða um EES
Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“
Hvar er torfkofinn?
Heimurinn telur tæplega tvö hundruð ríki. Þar af um 160 sem ekki eiga aðild að EES-samningnum og eru fyrir vikið í torfkofunum. Allavega ef marka má málflutning forystumanna Viðreisnar. Hið sama á við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og nú síðast Guðna Frey Öfjörð, fyrrverandi stjórnarmann í Ungum Pírötum, í grein á Vísir.is fyrr í vikunni. Þess í stað kjósa þessi ríki víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Þá væntanlega vegna einhvers konar sjálfseyðingarhvatar.