Mikilvægt er að senda almenningi í ríkjum Evrópusambandsins skýr skilaboð um það að meira tjón felist í því fyrir ríki að ganga úr sambandinu en að vera áfram innan þess. Þetta kemur fram í bréfi sem Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdstjórnar sambandsins, síðastliðinn fimmtudag. Fjallað var um málið á…
Author: Fullveldi
Sjávarútvegsmálin ekki mikilvæg?
Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins, var það gert í um…
„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“
Fjöldi gámaflutningaskipa liggur fyrir utan höfnina og bíður þess að vera affermdur. Um marga tugi skipa er að ræða sem beðið hafa vikum saman eftir því að röðin komi að þeim. Svona hefur ástandið verið mánuðum saman. Ekki tekur betra við þó varningurinn komist á land. Mikill skortur á vöruflutningabílstjórum gerir það að verkum að…
Var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá
Töluvert hefur verið rætt um það hvort skipta eigi út stjórnarskrá lýðveldisins fyrir nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs eða gera nauðsynlegar umbætur á þeirri sem fyrir er. Hefur því gjarnan verið haldið fram í röðum þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá að með því að gera breytingar á gildandi stjórnarskrá væri verið að hafa að…
Fjármálahverfi London heldur stöðu sinni
Fjármálahverfið í London, höfuðborg Bretlands, hefur haldið stöðu sinni sem öflugasta fjármálamiðstöð Evrópu í kjölfar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu þrátt fyrir spár ýmissra stjórnmálamanna og framkvæmdastjóra, sem andsnúnir eru útgöngunni úr sambandinu, um að hún myndi skaða stöðu hverfisins. Fjallað er um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph en þar er byggt á nýjustu…
Fullveldi og lýðræði haldast í hendur
Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu…
Stærstu ríkin í algerri yfirburðastöðu
Fullyrt var í grein í Morgunblaðinu á dögunum eftir Ole Anton Bieltvedt að innan Evrópusambandsins gætu lítil ríki „stoppað framgang hvaða máls sem er. Til jafns við þau stóru, svo sem Þýzkaland, Frakkland, Ítalíu og Spán. Afstaða þeirra fámennu vegur jafn þungt og afstaða þeirra fjölmennu.“ Þá var því haldið fram að „ekkert stærra mál,…
Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, er reiðubúinn að deila sæti landsins í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með Evrópusambandinu gegn því að ríki þess styðji áform hans um að sambandið fái endanlega eigin hersveitir. Þetta hefur brezka dagblaðið Daily Telegraph eftir nánum bandamanni forsetans. Fram kemur í fréttinni að frönsk stjórnvöld hafi lagt stóraukna áherzlu á samruna ríkja…
Frjáls viðskipti við allan heiminn
Fullveldið var ritstjóra Fréttablaðsins hugleikið í leiðara á dögunum. Hélt hann því fram að fullveldisafsal væri forsenda þess „að taka höndum saman við aðrar þjóðir í verslun og viðskiptum.“ Áherzlu okkar Íslendinga á að standa vörð um fullveldið okkar líkti hann við Norður-Kóreu, Kúbu og Venesúela. Markmiðið var ljóslega að draga upp þá mynd að…
Meiri útflutt fjármálaþjónusta þvert á spár
Þvert á spár ýmissra stjórnmálamanna í Bretlandi og forystumanna í brezku atvinnulífi, sem andvígir hafa verið útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, um að hrun yrði í útflutningi á fjármálaþjónustu til sambandsins í kjölfar útgöngunnar jókst útflutningurinn á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Bretar gengu formlega úr Evrópusambandinu í lok janúar 2020 en yfirgáfu innri markað og…