Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Forsíða
  • Greinar
    • EES-samningurinn
      • Bókun 35
    • Evrópumál
    • Fríverzlun
    • Schengen
    • Stjórnarskrármál
    • Varnarmál
  • Skýrslur
  • Hlaðvarp
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Author: Fullveldi

Ríkisstjórn Þýzkalands vill evrópskt sambandsríki

Posted on January 8, 2022 by Fullveldi

Meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýzkalands, sem samanstendur af Jafnaðarmannaflokknum, Græningjum og Frjálslyndum demókrötum og tók við völdum í byrjun desember, er að áfram verði unnið að því markmiði að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki. Þannig segir í stjórnarsáttmálanum að þýzka ríkisstjórnin vilji nýta yfirstandandi ráðstefnu Evrópusambandsins um framtíð þess (e….

Fjármagn streymir til Bretlands

Posted on January 4, 2022 by Fullveldi

Meira fjármagn hefur skilað sér inn í vaxtafyrirtæki í Bretlandi en nokkurn tímann áður í kjölfar þess að landið yfirgaf Evrópusambandið. Þetta hefur brezka dagblaðið Daily Telegraph eftir Sam Smith, framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækisins FinnCap. Útgangan hafi haft mjög jákvæð áhrif á fjármálalíf Bretlands. Einkum þar sem mögulegt hafi verið að draga úr íþyngjandi regluverki sem komið…

„Þetta vill meirihluti þjóðarinnar!“

Posted on December 7, 2021 by Fullveldi

Meirihluti þjóðarinnar vill ekki nýja stjórnarskrá. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í færslu sem Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus, ritaði á facebooksíðu sína daginn eftir þingkosningarnar í lok september en Njörður hefur verið ötull talsmaður þess að skipt verði um stjórnarskrá í landinu. Lýstu ýmsir þeir, sem verið hafa fremstir í flokki…

„Skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands“

Posted on December 4, 2021 by Fullveldi

„Margt brennur meira á íslenzkri þjóð en endurskoðun stjórnarskrárinnar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu við setningu Alþingis 23. nóvember og ljóst að þau orð voru ekki látin falla að ástæðulausu. Forsetinn sagðist engu að síður vona að hægt yrði á kjörtímabilinu að ráðast í „skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands, rétt eins…

Frjáls og fullvalda þjóð

Posted on December 1, 2021 by Fullveldi

Fullveldisdagurinn er í dag en á þessum degi árið 1918 varð Ísland sem kunnugt er frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna við Danmörku. Lýðveldið var síðan stofnað 17. júní 1944. Höfðu Íslendingar þá verið undir erlendri yfirstjórn í rúma sex og hálfa öld. Fyrst norskri og síðar danskri. Hér fyrir neðan eru nokkrar valdar…

Telja norræna vinnumarkaðsmódelinu ógnað

Posted on November 21, 2021 by Fullveldi

Stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð hafa undanfarin misseri barizt gegn áformum Evrópusambandsins um að koma á samræmdum, lögbundnum lágmarkslaunum innan sambandsins. Hafa þarlendir ráðamenn sagt að slík löggjöf muni grafa undan norræna vinnumarkaðsmódelinu sem snýst sem kunnugt er um það að aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör án pólitískra afskipta og þar með talin…

Höfuðstöðvar Shell til Bretlands

Posted on November 18, 2021 by Fullveldi

Hollenzk-brezka olíufélagið Royal Dutch Shell, sem þekktara er einfaldlega undir nafninu Shell, hyggst flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands. Markmiðið með áformunum er að einfalda rekstur félagsins að því er segir á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC. Eins og staðan er í dag er Shell skráð í fyrirtækjaskrá í Bretlandi en hins vegar skráð skattalega séð í…

Vilja refsa Bretum fyrir Brexit

Posted on November 1, 2021 by Fullveldi

Mikilvægt er að senda almenningi í ríkjum Evrópusambandsins skýr skilaboð um það að meira tjón felist í því fyrir ríki að ganga úr sambandinu en að vera áfram innan þess. Þetta kemur fram í bréfi sem Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdstjórnar sambandsins, síðastliðinn fimmtudag. Fjallað var um málið á…

Sjávarútvegsmálin ekki mikilvæg?

Posted on October 22, 2021 by Fullveldi

Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins, var það gert í um…

„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“

Posted on October 17, 2021 by Fullveldi

Fjöldi gámaflutningaskipa liggur fyrir utan höfnina og bíður þess að vera affermdur. Um marga tugi skipa er að ræða sem beðið hafa vikum saman eftir því að röðin komi að þeim. Svona hefur ástandið verið mánuðum saman. Ekki tekur betra við þó varningurinn komist á land. Mikill skortur á vöruflutningabílstjórum gerir það að verkum að…

Posts pagination

  • Previous
  • 1
  • …
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • Next

HELZTU GREINAR


Mýtan um sætið við borðið

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tæki vægi landsins fyrst og fremst mið af íbúafjölda þess. Til að mynda þegar teknar væru ákvarðanir varðandi sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er skilgreint sem valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands þar yrði þannig í langflestum tilfellum aðeins um 0,08% eða á við 5% hlut í alþingismanni.



Verður það sama gert aftur?

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sagði í kappræðum formanna stjórnmálafokkanna á Stöð 2 á dögunum, aðspurður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, hvort til þess gæti komið að hann gæfi eitthvað eftir varðandi inngöngu í Evrópusambandið kæmi til ríkisstjórnarsamstarfs flokks hans við Viðreisn og Samfylkinguna eftir þingkosningarnar, að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn sem berðist fyrir því að Ísland gengi í sambandið. Hann sæi engin rök fyrir inngöngu í það.



Vilja miklu stærra bákn

Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið.



Fámennt ríki á jaðrinum

Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur innan þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið bæði það fámennasta innan sambandsins og á yzta jaðri þess.



Hegðaði sér eins og einræðisherra

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.



Mjög skiljanleg umræða um EES

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“



Varði ekki viðsnúninginn

Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða, nái það fram að ganga, að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu.



Við erum á allt öðrum stað

Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér.



Treystandi fyrir stjórn landsins?

Formanni Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hefur orðið nokkuð tíðrætt á kjörtímabilinu um að það þurfi „einfaldlega að fara að stjórna þessu landi“ eins og hún til að mynda orðaði það í grein á Vísir.is fyrr á árinu. Þar beindi formaðurinn spjótum sínum að ríkisstjórninni sem sannarlega er hægt að gagnrýna fyrir ýmislegt. Hins vegar er vandséð að Þorgerði og flokki hennar væri betur treystandi fyrir stjórn landsins.

  • Með vægi í samræmi við það
  • Tölum endilega um staðreyndir
  • Skjól fyrir spillta stjórnmálamenn
  • Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
  • „Þetta er algerlega galið“
©2025 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb