„Ég held að margir Danir hafi þá upplifun að þetta sé langt í burtu, bæði Evrópusambandið og Brussel,“ sagði Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 Nord skömmu áður en kosið var til þings sambandsins í júní. Sagðist hún sem forsætisráðherra hafa ákveðinn skilning á því en fréttamaðurinn hafði spurt hana út í takmarkaðan áhuga Dana á kosningunum.
Author: Fullveldi
Spurning sem ekki er hægt að svara?
Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir.
Tala eingöngu um vextina
Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar.
Tugir milljarða evra til Pútíns
Frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hafa ríki Evrópusambandsins greitt um 200 milljarða evra (um 30.600 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt frétt fréttavefsins Euractiv 14. ágúst. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra samkvæmt gögnum á vefsíðu þess. Talið er að á þessu ári muni ríkin kaupa rússneska orku fyrir um 30 milljarða evra.
Fimm prósent af alþingismanni
Fámennasti þingflokkurinn á Alþingi eins og staðan er í dag, Miðflokkurinn, telur einungis tvo þingmenn af 63 eða sem nemur rétt rúmlega 3% af heildarfjöldanum. Vitanlega er það ekki ávísun á mikil áhrif þó vissulega megi segja að flokkurinn eigi „sæti við borðið“ eins og það er kallað. Hins vegar er vægi Miðflokksins margfalt á við það vægi sem Ísland hefði allajafna innan Evrópusambandsins kæmi til inngöngu landsins í það.
Fór út fyrir umboð sitt
Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor.
Fjármagna enn hernað Rússlands
Tveimur og hálfu ári eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu flæða enn tugir milljarða evra í ríkissjóð Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kaupa á rússneskri orku. Einkum gasi. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr slíkum kaupum eru þau enn í dag umtalsverð. Þá er rússneskt gas í ófáum tilfellum flutt til ríkja sambandsins í gegnum önnur ríki sem þarlend framleiðsla.
„Flestum í Noregi er illa við EES“
„Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir.
Mikilvægt að ræða varnarmálin
Mikilvægt er að virk umræða eigi sér stað um varnarhagsmuni Íslands enda um að ræða málaflokk sem varðar grundvallaröryggi lands og þjóðar. Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur varnarstefna Íslands byggst á tveimur stoðum. Annars vegar aðild landsins að NATO, varnarsamstarfi vestrænna ríkja, og hins vegar tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin. Áður hafði áherzlan verið á hlutleysi.
Hættu að spyrja um spillinguna
Mikill meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins taldi spillingu þrífast innan stofnana þess samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem framkvæmdastjórn þess lét gera og birtar voru í febrúar 2014 eða 70%. Hátt hlutfall í þeim efnum kom einnig fram í fyrri könnunum á vegum hennar árin á undan. Viðbrögð sambandsins voru þau að hætta einfaldlega að spyrja um spillingu í stofnunum þess.