Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins.
Author: Fullveldi
„Þið vitið hvað þið væruð að fara út í“
Fyrir fjórum árum síðan samþykktu ríki Evrópusambandsins að komið yrði á viðamiklu styrktarkerfi vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk, Austurríki, Holland og Svíþjóð höfðu barizt gegn kerfinu en drógu síðan í land og beittu sér einkum gegn því með stuðningi Þýzkalands og síðar Finnlands að það byggði á sameiginlegri skuldaábyrgð ríkjanna. Hins vegar rann andstaða þeirra alfarið út í sandinn eftir að þýzk stjórnvöld ákváðu vorið 2020 að styðja kerfið og skuldaábyrgðina í kjölfar samkomulags við franska ráðamenn.
Kaupin á eyrinni
Fremur erfitt er að taka ekki íbúafjölda Íslands inn í myndina í umræðum um Evrópusambandið þegar fyrir liggur að mælikvarðinn á vægi ríkja innan sambandsins er fyrst og fremst hversu fjölmenn þau eru. Hér er einfaldlega um að ræða reglur Evrópusambandsins sem kveðið er á um í Lissabon-sáttmála þess og við Íslendingar værum lagalega bundnir af ef til þess kæmi á einhverjum tímapunkti að við gengjum í sambandið. Þessar reglur eru ekki upp á punt heldur ráða því í langflestum tilfellum hvað nær fram að ganga innan þess.
Málað sig út í horn
Forsenda þess að sigur vannst í landhelgisdeilunum á síðustu öld var sú að valdið til töku ákvarðana í þeim efnum var í okkar höndum. Fyrir vikið gátu íslenzk stjórnvöld ekki einungis talað máli þjóðarinnar á alþjóðavettvangi heldur einnig gripið til nauðsynlegra aðgerða þegar erlend ríki eins og Bretland og Vestur-Þýzkaland voru ekki reiðubúin vegna eigin hagsmuna að taka tillit til vel rökstudds málflutnings okkar.
Verst fyrir fámennustu ríkin
Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra.
Dugði Írum og Dönum skammt
Mjög langur vegur er frá því að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins ef til þess kæmi að landið gengi í sambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni. Ólíkt því sem Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hélt fram í pistli í Morgunblaðinu 18. júní. Enda fer vægi ríkja innan sambandsins, og hefur í vaxandi mæli farið, fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru.
Hafa ekki hug á inngöngu í ESB
Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning.
Hvaða áhrif hefur hálfur þingmaður?
Kosningar til þings Evrópusambandsins fóru fram á dögunum þar sem kosið var um 720 fulltrúa á þinginu en fjöldi þingmanna hvers ríkis sambandsins fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið fengi landið sex þingmenn. Sett í samhengi væri það sambærilegt við hálfan þingmann á Alþingi af þeim 63 sem þar sitja. Margfalt minna vægi en minnsti þingflokkurinn þar.
Heppni að ekkert fordæmi var til staðar
Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun.
Milljarðar fyrir verri viðskiptakjör
Fyrir síðustu jól tilkynntu stjórnvöld að samkomulag væri í höfn um frekari greiðslur Íslands í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Reiknað er með því að greiðslurnar kunni að nema um 12 milljörðum króna fyrir tímabilið 2021-2028 eða um 1,7 milljörðum króna árlega. Þær námu 9,5 milljörðum á síðasta tímabili og því gert ráð fyrir umtalsverðri hækkun.