„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Enn verri eru þó þær hömlur sem EES-samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan samningsins.
Category: EES-samningurinn
Meira en heildartekjur ríkissjóðs
Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.
Minna svigrúm til viðskiptasamninga
Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.
Meginvandinn er sjálft regluverkið
Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.
Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða að ríkisábyrgð verði sett á bankainnistæður upp á um eitt þúsund milljarða króna. Málið snýst í raun um kjarna Icesave-málsins enda ljóst að hefði umrædd löggjöf verið í gildi hér á landi þegar málið kom upp á sínum tíma hefði það tapast.
Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
Full ástæða er til þess að fagna þeim áhuga sem komið hefur fram á meðal stjórnmálamanna í Bandaríkjunum undanfarin ár á því að teknar verði upp viðræður um gerð víðtæks fríverzlunarsamnings við Ísland þrátt fyrir að ólíklegt verði að telja að af slíkum samningi verði á meðan Ísland á aðild að EES-samningnum. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið.
Stjórnsýslan kvartar undan flóknu regluverki
Full ástæða er til þess að leggja vel við hlustir þegar ekki einungis fulltrúar atvinnulífsins kvarta sáran undan sífellt meira íþyngjandi regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem eitt og sér ætti að vera nægt tilefni til þess að staldra við og íhuga á hvaða leið við séum með aðildinni að samningnum, heldur einnig fulltrúar stjórnsýslunnar.
Fullkominn aðstöðumunur
Hver sem ástæðan kann að vera fyrir því að dómstóll Evrópusambandsins hefur hætt réttarfarslegu samtali við EFTA-dómstólinn við framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), og hvort sem það getur talizt skiljanlegt eður ei, þá breytir það vitanlega engu um það grundvallaratriði að dómstóll sambandsins getur hvenær sem er hætt umræddu samtali einhliða án þess að…
Hefur augljósa yfirburðastöðu
Fyrirkomulag dómstólamála við framvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) var viðfangsefni greinar eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 26. apríl síðastliðinn. Tilefni hennar var athyglisverð grein sem birzt hafði í blaðinu í júlí á síðasta ári eftir Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, þar sem hann vakti meðal annars athygli á því að dómstóll Evrópusambandsins væri…
Tveir ójafnir dómstólar
Mjög athyglisverð grein birtist í Morgunblaðinu síðasta sumar eftir dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, en þar kom meðal annars fram að dómstóll Evrópusambandsins hefði nánast hætt réttarfarslegu samtali við EFTA-dómstólinn við framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta áréttaði hann síðan í annarri grein sem birtist í blaðinu 15. marz síðastliðinn. Vísaði Baudenbacher þar…