Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir bráðum 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn með þeim hætti sem nú stendur til af hálfu stjórnvalda. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð.
Category: Evrópumál
Hin stórkostlegu tíðindi
Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins.
Meirihluti íþyngjandi löggjafar í gegnum EES
Full ástæða er til þess að vekja athygli á því þegar regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp hér á landi í gegnum EES-samninginn, er innleitt meira íþyngjandi hérlendis en það er þegar það kemur frá sambandinu. Svonefndri gullhúðun. Þetta skiptir ekki sízt máli þar sem regluverkið frá Evrópusambandinu er gjarnan mjög íþyngjandi fyrir sem aftur er fyrst og fremst vandamálið í þessum efnum.
Vantreysta ESB í varnarmálum
„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn.
Vissulega lítið vit í slíkum samningi
„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Enn verri eru þó þær hömlur sem EES-samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan samningsins.
Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Til þess þarf samþykki Alþingis og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Deginum ljósara er að stjórnmálaflokkar, sem buðu sig fram fyrir síðustu kosningar á grundvelli þeirrar stefnu að taka ekki slík skref og voru kosnir á þeim forsendum, munu ekki geta staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur.
„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
„Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið.
Minnast ekki á lokamarkmiðið
Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki.
Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
Meirihluti Norðmanna hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra þeirra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í 18 ár. Mjög ólíklegt er að mynduð verði ríkisstjórn í Noregi hlynnt inngöngu eftir þingkosningarnar 2025. Þá hefur norski Verkamannaflokkurinn ekki lengur afgerandi stefnu um það að gengið verði í sambandið.
Meira en heildartekjur ríkissjóðs
Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.