Meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýzkalands, sem samanstendur af Jafnaðarmannaflokknum, Græningjum og Frjálslyndum demókrötum og tók við völdum í byrjun desember, er að áfram verði unnið að því markmiði að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki. Þannig segir í stjórnarsáttmálanum að þýzka ríkisstjórnin vilji nýta yfirstandandi ráðstefnu Evrópusambandsins um framtíð þess (e….
Category: Evrópumál
Fjármagn streymir til Bretlands
Meira fjármagn hefur skilað sér inn í vaxtafyrirtæki í Bretlandi en nokkurn tímann áður í kjölfar þess að landið yfirgaf Evrópusambandið. Þetta hefur brezka dagblaðið Daily Telegraph eftir Sam Smith, framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækisins FinnCap. Útgangan hafi haft mjög jákvæð áhrif á fjármálalíf Bretlands. Einkum þar sem mögulegt hafi verið að draga úr íþyngjandi regluverki sem komið…
Telja norræna vinnumarkaðsmódelinu ógnað
Stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð hafa undanfarin misseri barizt gegn áformum Evrópusambandsins um að koma á samræmdum, lögbundnum lágmarkslaunum innan sambandsins. Hafa þarlendir ráðamenn sagt að slík löggjöf muni grafa undan norræna vinnumarkaðsmódelinu sem snýst sem kunnugt er um það að aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör án pólitískra afskipta og þar með talin…
Höfuðstöðvar Shell til Bretlands
Hollenzk-brezka olíufélagið Royal Dutch Shell, sem þekktara er einfaldlega undir nafninu Shell, hyggst flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands. Markmiðið með áformunum er að einfalda rekstur félagsins að því er segir á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC. Eins og staðan er í dag er Shell skráð í fyrirtækjaskrá í Bretlandi en hins vegar skráð skattalega séð í…
Vilja refsa Bretum fyrir Brexit
Mikilvægt er að senda almenningi í ríkjum Evrópusambandsins skýr skilaboð um það að meira tjón felist í því fyrir ríki að ganga úr sambandinu en að vera áfram innan þess. Þetta kemur fram í bréfi sem Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdstjórnar sambandsins, síðastliðinn fimmtudag. Fjallað var um málið á…
Sjávarútvegsmálin ekki mikilvæg?
Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins, var það gert í um…
„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“
Fjöldi gámaflutningaskipa liggur fyrir utan höfnina og bíður þess að vera affermdur. Um marga tugi skipa er að ræða sem beðið hafa vikum saman eftir því að röðin komi að þeim. Svona hefur ástandið verið mánuðum saman. Ekki tekur betra við þó varningurinn komist á land. Mikill skortur á vöruflutningabílstjórum gerir það að verkum að…
Fjármálahverfi London heldur stöðu sinni
Fjármálahverfið í London, höfuðborg Bretlands, hefur haldið stöðu sinni sem öflugasta fjármálamiðstöð Evrópu í kjölfar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu þrátt fyrir spár ýmissra stjórnmálamanna og framkvæmdastjóra, sem andsnúnir eru útgöngunni úr sambandinu, um að hún myndi skaða stöðu hverfisins. Fjallað er um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph en þar er byggt á nýjustu…
Stærstu ríkin í algerri yfirburðastöðu
Fullyrt var í grein í Morgunblaðinu á dögunum eftir Ole Anton Bieltvedt að innan Evrópusambandsins gætu lítil ríki „stoppað framgang hvaða máls sem er. Til jafns við þau stóru, svo sem Þýzkaland, Frakkland, Ítalíu og Spán. Afstaða þeirra fámennu vegur jafn þungt og afstaða þeirra fjölmennu.“ Þá var því haldið fram að „ekkert stærra mál,…
Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, er reiðubúinn að deila sæti landsins í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með Evrópusambandinu gegn því að ríki þess styðji áform hans um að sambandið fái endanlega eigin hersveitir. Þetta hefur brezka dagblaðið Daily Telegraph eftir nánum bandamanni forsetans. Fram kemur í fréttinni að frönsk stjórnvöld hafi lagt stóraukna áherzlu á samruna ríkja…