Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning.
Category: Evrópumál
Hvaða áhrif hefur hálfur þingmaður?
Kosningar til þings Evrópusambandsins fóru fram á dögunum þar sem kosið var um 720 fulltrúa á þinginu en fjöldi þingmanna hvers ríkis sambandsins fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið fengi landið sex þingmenn. Sett í samhengi væri það sambærilegt við hálfan þingmann á Alþingi af þeim 63 sem þar sitja. Margfalt minna vægi en minnsti þingflokkurinn þar.
Heppni að ekkert fordæmi var til staðar
Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun.
Milljarðar fyrir verri viðskiptakjör
Fyrir síðustu jól tilkynntu stjórnvöld að samkomulag væri í höfn um frekari greiðslur Íslands í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Reiknað er með því að greiðslurnar kunni að nema um 12 milljörðum króna fyrir tímabilið 2021-2028 eða um 1,7 milljörðum króna árlega. Þær námu 9,5 milljörðum á síðasta tímabili og því gert ráð fyrir umtalsverðri hækkun.
Hver á að setja málið á dagskrá?
Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. Á þeim degi árið 1950 var svonefnd Schuman-yfirlýsing flutt af þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem markaði upphaf þess sem við þekkjum sem Evrópusambandið í dag. Þar kom meðal annars fram að fyrst skrefið í þeim efnum væri að koma kola- og stálframleiðslu undir eina stjórn en lokaskrefið væri evrópskt sambandsríki.
Hugmyndin sú sama í grunninn
Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópu undir einni stjórn á hliðstæðan hátt í grundvallaratriðum og reynt hefur verið áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði.
Formleg uppgjöf
Fyrr á þessu ári lýsti Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, því yfir að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að fólk kæmist með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Þetta er í fyrsta sinn sem gengizt hefur verið við þessu opinberlega. Hafa ófá ríki innan svæðisins brugðist við þessum veruleika á liðnum árum með því að grípa til tímabundins hefðbundins landamæraeftirlits gagnvart öðrum aðildarríkjum þess sem þó dugir skammt enda úrræðið sem fyrr segir aðeins tímabundið.
Hvar liggja landamæri Íslands?
„Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands, það er númer eitt,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi sjálfstæðismanna á Nordica Hilton 9. apríl síðastliðinn. Ummælin voru ekki látin falla að tilefnislausu enda ljóst að landamæramálin hafa verið í miklum ólestri. Hins vegar er forsenda þess að hægt sé að ná stjórn á landamærunum að við höfum valdið til þess. Það vald hefur að stóru leyti verið framselt úr landi. Bæði í gegnum EES-samninginn en þó einkum aðildina að Schengen-svæðinu.
Þegar þú vilt miklu meira bákn
Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni.
Hvatt til pólitískrar tvöfeldni
„Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sendiherra, í Fréttablaðið 23. október 2010 um misheppnaða umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í Evrópusambandið.