Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil.
Category: Evrópumál
Hægt að nota hvaða nafn sem er
Vegna aðildar Íslands að Schengen-svæðinu er í raun hægt að koma hingað til lands undir hvaða nafni sem er þegar ferðast er til landsins frá öðrum aðildarríkjum svæðisins enda þarf í þeim tilfellum allajafna ekki að framvísa vegabréfum. Flestir koma til Íslands á heiðarlegum forsendum en vitanlega langt því frá allir. Þeir einstaklingar sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa í hyggju að fremja lögbrot eru eðli málsins samkvæmt mun líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar þegar fjárfest er í flugmiðum.
Óáreiðanleg Evrópuríki
Fullyrðingar þess efnis að ekki sé hægt að treysta á Bandaríkin í varnarmálum standast ekki nánari skoðun. Hið sama á við um fullyrðingar um að hægt sé að treysta á ríki Evrópusambandsins í þeim efnum. Fullyrðingarnar um Bandaríkin byggjast einmitt á gagnrýni bandarískra ráðamanna í garð Evrópuríkja fyrir að hafa ekki staðið við skuldindingar þeirra í varnarmálum. Með öðrum orðum að ekki sé hægt að reiða sig á þau.
Vilja fríverzlunarsamning í stað EES
Meirihluti þeirra Norðmanna sem afstöðu taka með eða á móti vilja skipta aðild Noregs að EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi. Tveir af hverjum fimm aðspurðum tóku ekki afstöðu í könnuninni en ef miðað er við þá sem það gerðu eru rúm 60% hlynnt því að skipta EES-samningnum út fyrir fríverzlunarsamning en tæp 40% mótfallin.
„Við áttum aldrei möguleika“
Fyrir réttum tíu árum síðan sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um makrílveiðar í kjölfar þess að sambandið hafði knúið Færeyinga að samningaborðinu með refsiaðgerðum vegna síldveiða þeirra í sinni eigin lögsögu. Stjórnvöld á Írlandi beittu sér af krafti gegn samningnum í ráðherraráði Evrópusambandsins en lutu að lokum í lægra haldi í atkvæðagreiðslu innan ráðsins þrátt fyrir að um væri að ræða mikla hagsmuni fyrir írskan sjávarútveg sem þarlendir ráðamenn sögðu samninginn setja í uppnám.
Hindrar fríverzlun við Bandaríkin
Flest bendir til þess að fríverzlunarsamningur við Bandaríkin sé ekki í kortunum á meðan Ísland er aðili að EES-samningnum. Vandséð er þannig að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til þess að fallast á það að innfluttar bandarískar vörur til Íslands þyrftu að taka mið af regluverki Evrópusambandsins sem oft er mjög ólíkt því sem gerist vestra og gjarnan beinlínis hannað til þess að vernda framleiðslu innan þess.
Farþegalistarnir duga skammt
Kallað hefur verið eftir því að öll flugfélög sem fljúgi til Íslands afhendi hérlendum yfirvöldum farþegalista í þágu bættrar löggæzlu á Keflavíkurflugvelli en nokkuð hefur vantað upp á afhendingu þeirra. Hins vegar má ljóst vera að takmarkað gagn sé í reynd að slíkum farþegalistum þegar flogið er til landsins frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Farþegalistar innihalda upplýsingar úr bókunarkerfum flugfélaga sem farþegar hafa látið þeim í té en innan svæðisins er ekki um að ræða upplýsingar staðfestar með vegabréfum.
Fimm prósent af þingmanni
Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra.
Verri viðskiptakjör í gegnum EES
Við Íslendingar njótum ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og höfum aldrei gert frá því samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Hins vegar hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um tollfrjáls viðskipti með sjávarafurðir.
Vanræktar varnir Evrópuríkja
Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ritaði athyglisverða grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði í hvaða liði við vildum vera í varnarmálum og vildi ljóslega stilla Bandaríkjunum og Evrópu upp sem andstæðum í þeim efnum. Formanninum til upplýsingar erum við þegar í varnarsamstarfi í gegnum NATO við bæði Bandaríkin og meirihluta Evrópuríkja. Þar af nær öll ríki Evrópusambandsins.