Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu…
Category: Greinar
Stærstu ríkin í algerri yfirburðastöðu
Fullyrt var í grein í Morgunblaðinu á dögunum eftir Ole Anton Bieltvedt að innan Evrópusambandsins gætu lítil ríki „stoppað framgang hvaða máls sem er. Til jafns við þau stóru, svo sem Þýzkaland, Frakkland, Ítalíu og Spán. Afstaða þeirra fámennu vegur jafn þungt og afstaða þeirra fjölmennu.“ Þá var því haldið fram að „ekkert stærra mál,…
Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, er reiðubúinn að deila sæti landsins í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með Evrópusambandinu gegn því að ríki þess styðji áform hans um að sambandið fái endanlega eigin hersveitir. Þetta hefur brezka dagblaðið Daily Telegraph eftir nánum bandamanni forsetans. Fram kemur í fréttinni að frönsk stjórnvöld hafi lagt stóraukna áherzlu á samruna ríkja…
Frjáls viðskipti við allan heiminn
Fullveldið var ritstjóra Fréttablaðsins hugleikið í leiðara á dögunum. Hélt hann því fram að fullveldisafsal væri forsenda þess „að taka höndum saman við aðrar þjóðir í verslun og viðskiptum.“ Áherzlu okkar Íslendinga á að standa vörð um fullveldið okkar líkti hann við Norður-Kóreu, Kúbu og Venesúela. Markmiðið var ljóslega að draga upp þá mynd að…
Meiri útflutt fjármálaþjónusta þvert á spár
Þvert á spár ýmissra stjórnmálamanna í Bretlandi og forystumanna í brezku atvinnulífi, sem andvígir hafa verið útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, um að hrun yrði í útflutningi á fjármálaþjónustu til sambandsins í kjölfar útgöngunnar jókst útflutningurinn á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Bretar gengu formlega úr Evrópusambandinu í lok janúar 2020 en yfirgáfu innri markað og…
Vilja að ESB fái eigin hersveitir
Háttsettir embættismenn innan Evrópusambandsins hafa kallað eftir því, í kjölfar þess að talíbanar náðu völdum í Afganistan, að sambandið fái eigin hersveitir sem hægt verði að beita með skömmum fyrirvara hvar sem er í heiminum. Talað hefur verið um allt að 20 þúsund manna herlið í þeim efnum. Fjallað er um þetta á fréttavef brezka…
Reglur ESB víki fyrir norskum lögum
Flest þykir benda til þess að næsta ríkisstjórn Noregs verði miðju-vinstristjórn undir forystu norska Verkamannaflokksins en Norðmenn kjósa sér nýtt þing 13. september. Þeir stjórnmálaflokkar sem flokkurinn mun þurfa að reiða sig á til þess að tryggja nýrri ríkisstjórn þingmeirihluta, innan eða utan stjórnar, eru Miðflokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurinn og annað hvort Rautt eða Umhverfisflokkurinn. Þrír…
Hugvekja Styrmis Gunnarssonar
„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið. Frá því að EES-samningurinn var gerður fyrir aldarfjórðungi hefur Evrópusambandið þróast á þann veg að það koma upp stöðugt áleitnari álitamál um hversu langt við getum gengið í þessu samstarfi án þess að við afsölum sjálfstæði okkar í smápörtum hér og þar til Brussel.“ Þetta…
„Mikill sigur fyrir unnendur vína“
„Þetta er mikill sigur fyrir unnendur vína og brezka vínframleiðendur. Ég er viss um að korktöppum verður skotið úr flöskum um allan heim til þess að fagna þessum ánægjulegu fréttum,“ segir Miles Beale, framkvæmdastjóri samtaka brezkra vínframleiðenda, í samtali við dagblaðið Daily Telegraph. Fram kemur í fréttinni að unnendur vína í Bretlandi muni spara 130…
Hagsmunir Íslands miklu betur tryggðir
Full ástæða er til þess að fagna víðtækum fríverzlunarsamningi Íslands, Noregs og Liechtenstein við Bretland sem undirritaður var fyrr í sumar. Með samningnum hafa viðskiptahagsmunir Íslands gagnvart einum mikilvægasta útflutningsmarkaði landsins verið tryggðir í það minnsta með ekki síðri hætti en raunin var áður í gegnum EES-samninginn án þess hins vegar að samþykkt hafi verið…