Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Category: Fríverzlun

Vilja frekar fríverzlunarsamning en EES

Posted on 12/06/202222/10/2022 by Fullveldi

Fleiri Norðmenn vilja fríverzlunarsamning við Evrópusambandið en vera áfram aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio vann fyrir norsku samtökin Nei til EU. Þannig eru 34% hlynnt því að EES-samningnum verði skipt út fyrir fríverzlunarsamning og 27% andvíg því. 38,8% tóku ekki afstöðu með eða á móti. Skoðanakannanir…

Frjáls viðskipti við allan heiminn

Posted on 14/09/202122/10/2022 by Fullveldi

Fullveldið var ritstjóra Fréttablaðsins hugleikið í leiðara á dögunum. Hélt hann því fram að fullveldisafsal væri forsenda þess „að taka höndum saman við aðrar þjóðir í verslun og viðskiptum.“ Áherzlu okkar Íslendinga á að standa vörð um fullveldið okkar líkti hann við Norður-Kóreu, Kúbu og Venesúela. Markmiðið var ljóslega að draga upp þá mynd að…

Hagsmunir Íslands miklu betur tryggðir

Posted on 17/08/202122/10/2022 by Fullveldi

Full ástæða er til þess að fagna víðtækum fríverzlunarsamningi Íslands, Noregs og Liechtenstein við Bretland sem undirritaður var fyrr í sumar. Með samningnum hafa viðskiptahagsmunir Íslands gagnvart einum mikilvægasta útflutningsmarkaði landsins verið tryggðir í það minnsta með ekki síðri hætti en raunin var áður í gegnum EES-samninginn án þess hins vegar að samþykkt hafi verið…

Þegar Costco rakst á EES-samninginn

Posted on 11/08/202113/12/2022 by Fullveldi

Til stóð upphaflega af hálfu bandarísku verzlunarkeðjunnar Costco að opna verzlun hér á landi út frá starfsemi fyrirtækisins í Norður-Ameríku og að uppistaðan í vöruúrvalinu yrðu amerískar vörur, þá bæði frá Kanada en ekki sízt Bandaríkjunum. Þau áform urðu hins vegar að engu eftir að stjórnendur Costco áttuðu sig á því hvaða áhrif aðild Íslands…

Sviss hafnar samningi í anda EES

Posted on 26/05/2021 by Fullveldi

Viðræðum á milli Evrópusambandsins og Sviss, um nýjan heildarsamning í stað þeirra 120 tvíhliða samninga sem Svisslendingar hafa samið um við sambandið, hefur verið hætt að frumkvæði svissneskra stjórnvalda. Viðræðurnar höfðu staðið yfir í sjö ár þegar fulltrúar Sviss yfirgáfu loks samningaborðið. Samið var um tvíhliða samningana í kjölfar þess að aðild að EES-samningnum var…

HELZTU GREINAR


Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.



Versnandi staða fámennari ríkja ESB

Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.



Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.


Færslur

  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb