Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Telja sig hafa 48 klukkustundir

Posted on 06/08/202222/10/2022 by Fullveldi

Komi til þess að kínverska hernum verið fyrirskipað að ráðast til atlögu gegn Taívan mun hann einungis hafa 48 klukkustundir til þess að hernema eyríkið. Fram kemur á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph að þetta sé sá lærdómur sem stjórnvöld í Kína hafa dregið af innrás rússneska hersins í Úkraínu.

Fram kemur í fréttinni að markmið kínverskra stjórnvalda verði að taka Taívan með leiftursókn áður en vestræn ríki fái ráðrúm til þess að bregðast við. Ráðamönnum í Beijing reiknist til að tekið hafi vestræna leiðtoga um tvo sólarhringa að bregðast með afgerandi hætti við innrás rússneska hersins í Úkraínu.

Kínversk stjórnvöld hafa fylgt grannt með stríðinu í Úkraínu frá því að það hófst í lok febrúar með það fyrir augum að gera ekki sömu mistök og Rússar og forðast þannig langdregin stríðsátök samkvæmt fréttinni sem byggð er á upplýsingum frá heimildarmönnum innan brezku utanríkisþjónustunnar.

Talið hefur verið til þessa að kínverskir ráðamenn kynnu að láta til skarar skríða gegn Taívan, sem þeir líta á sem óaðskiljanlegan hluta af Kína, á einhverjum tímapunkti á næstu fimm til tíu árum en nú ganga margar vestrænar ríkisstjórnir út frá því, samkvæmt því sem segir í fréttinni, að til þess gæti komið mun fyrr.

Þá segir einnig í fréttinni að sérfræðingar á Vesturlöndum á sviði varnarmála hafi varað við því að kæmi til þess að kínverska hernum tækist að hernema Taívan áður en vestræn ríki gætu brugðist við með viðeigandi hætti yrði loku fyrir það skotið að hægt yrði að bjarga landinu úr klóm kínverskra stjórnvalda.

HJG

(Ljósmynd: Kínverskir hermenn á hersýningu. Eigandi: Wikimedia Commons)


Tengt efni:
Fjármagna áfram hernað Pútíns
Kuldinn sem fyrr bandamaður Rússlands
Hornsteinn NATO á norðurslóðum
Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb