Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Forsíða
  • Greinar
    • EES-samningurinn
      • Bókun 35
    • Evrópumál
    • Fríverzlun
    • Schengen
    • Stjórnarskrármál
    • Varnarmál
  • Skýrslur
  • Hlaðvarp
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Fær prik fyrir hreinskilnina

Posted on August 31, 2024November 9, 2024 by Fullveldi

Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Þá eru ríki á jaðri sambandsins mun líklegri en önnur til þess að hafa hagsmuni sem ekki eiga samleið með hagsmunum fjölmennustu ríkja þess.

Hið ágætasta tækifæri til þess að fjalla um þetta kom með grein Róberts Björnssonar á Vísir.is í vikunni þó hann hafi reyndar virzt talsvert uppteknari af því að ég skuli nota bókstafinn „z“ líkt og ófáir skoðanabræður hans og að væna mig að ósekju um að þiggja greiðslur fyrir greinarskrif á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum Morgunblaðinu en að reyna að færa einhver haldbær rök fyrir sínum eigin málstað.

Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði landið ekki aðeins það fámennasta innan sambandsins heldur sömuleiðis á yzta jaðri þess. Ísland fengi fyrir vikið einungis sex þingmenn af 720 á þing Evrópusambandsins eða á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráði sambandins, valdamestu stofnun þess, eða allajafna um 0,08% sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni.

Til verði evrópskt sambandsríki

Mjög áhugavert er að Róbert skuli telja beinlínis æskilegt að vægi Íslands innan Evrópusambandsins tæki mið af íbúafjölda landsins og að kjörnir fulltrúar íslenzkra kjósenda hefðu sem minnst um málin innan sambandsins að segja og þar með flest okkar mál. Ekki sízt í ljósi tals Evrópusambandssinna um að ganga þyrfti þar inn til þess að hafa áhrif sem þó yrðu að vísu sáralítil. Róbert fær auðvitað prik fyrir hreinskilnina.

Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð á jafnræðisgrunni þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það geta talizt slíkt samstarf bæði að umfangi og eðli. Áherzla sambandsins á það að íbúafjöldi ráði vægi ríkja þess er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar að til verði að lokum sambandsríki.

Vegna stöðu sinnar sem fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru Þýzkaland og Frakkland í lykilstöðu þegar ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Ekki sízt í ráðherraráði þess. Þá hafa ráðamenn ríkjanna tveggja undanfarin 60 ár fundað áður en ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi Evrópusambandsins og forvera þess og samræmt afstöðu sína og þannig í vaxandi mæli haft í raun bæði tögl og haldir.

Hvorki sjávar- né orkuauðlindir

Málflutningur Róberts byggir á þeirri forsendu að staða Íslands innan Evrópusambandsins yrði hliðstæð á við Lúxemborg af þeirri einu ástæðu að um sé að ræða fámennt ríki innan sambandsins þó um 70% fleiri búi reyndar þar en hér á landi. Hins vegar á Lúxemborg fátt sameiginlegt með Íslandi þegar hagsmunir ríkjanna eru annars vegar. Lúxemborg býr þannig til að mynda hvorki yfir sjávar- né orkuauðlindum.

Mikilvægasta atvinnugrein Lúxemborgar er fjármálastarfsemi sem á stóran þátt í ríkidæmi landsins. Mikill fjöldi fyrirtækja er skráður í landinu einkum vegna stöðu þess sem skattaskjóls. Hvað ríkidæmi varðar eru einungis Lúxemborg og þrjú önnur ríki Evrópusambandsins ríkari en Ísland miðað við verga landsframleiðslu á mann af 27 ríkjum þess. Sama á við um lífsgæði. Með öðrum orðum er um að ræða undantekningar.

Vegna fámennis hefur Lúxemborg allajafna sáralítið vægi þegar ákvarðanir eru teknar innan Evrópusambandsins en einkum vegna landfræðilegrar legu hertogadæmisins með landamæri bæði að Þýzkalandi og Frakklandi og hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna, fyrir utan skattaskjólið, eru miklar líkur á því að ákvarðanir sem teknar eru einkum með tilliti til hagsmuna fjölmennustu ríkjanna henti því einnig afar vel.

Hjálpað við skattaundanskot

Helzta afrek Lúxemborgar innan Evrópusambandsins að mati Róberts er annars það að hafa átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar þess. Síðast Jean Claude Juncker sem gegndi embættinu 2014-2019 en var áður forsætisráðherra landsins 1995-2013. Hins vegar er rétt að hafa í huga að þeir sem sitja í framkvæmdastjórninni eru ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur aðeins embættismenn sambandsins.

Hvað Juncker annars varðar gerðu stjórnvöld í Lúxemborg hundruð leynilegra samninga við stórfyrirtæki í tíð hans sem forsætisráðherra sem miðuðu að því að aðstoða þau við að komast undan skattgreiðslum. Juncker neyddist á endanum til þess að segja af sér vegna ásakana um spillingu í tengslum við leyniþjónustu landsins. Það kom þó ekki í veg fyrir það að hann yrði ári síðar forseti framkvæmdastjórnarinnar.

Fjöldi þeirra sem setið hafa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gegnum árin með ýmis konar spillingarmál eða ásakanir um slíkt á bakinu er raunar slíkur að halda mætti að um hæfniskröfu væri að ræða. Þar á meðal er núverandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, Ursula von der Leyen. Varla þarf að koma á óvart að einungis 4% íbúa ríkja sambandsins treysti stofnunum þess bezt til að taka á spillingarmálum.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Greinin birtist áður á Vísir.is 31. ágúst 2024)

(Ljósmynd: Jean Claude Juncker, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eigandi: EU2016 SK)


Tengt efni:
Telja Brussel vera langt í burtu
Tala eingöngu um vextina
Fimm prósent af alþingismanni
Fjármagna enn hernað Rússlands
Hættu að spyrja um spillinguna

HELZTU GREINAR


Mýtan um sætið við borðið

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tæki vægi landsins fyrst og fremst mið af íbúafjölda þess. Til að mynda þegar teknar væru ákvarðanir varðandi sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er skilgreint sem valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands þar yrði þannig í langflestum tilfellum aðeins um 0,08% eða á við 5% hlut í alþingismanni.



Verður það sama gert aftur?

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sagði í kappræðum formanna stjórnmálafokkanna á Stöð 2 á dögunum, aðspurður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, hvort til þess gæti komið að hann gæfi eitthvað eftir varðandi inngöngu í Evrópusambandið kæmi til ríkisstjórnarsamstarfs flokks hans við Viðreisn og Samfylkinguna eftir þingkosningarnar, að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn sem berðist fyrir því að Ísland gengi í sambandið. Hann sæi engin rök fyrir inngöngu í það.



Vilja miklu stærra bákn

Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið.



Fámennt ríki á jaðrinum

Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur innan þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið bæði það fámennasta innan sambandsins og á yzta jaðri þess.



Hegðaði sér eins og einræðisherra

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.



Mjög skiljanleg umræða um EES

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“



Varði ekki viðsnúninginn

Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða, nái það fram að ganga, að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu.



Við erum á allt öðrum stað

Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér.



Treystandi fyrir stjórn landsins?

Formanni Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hefur orðið nokkuð tíðrætt á kjörtímabilinu um að það þurfi „einfaldlega að fara að stjórna þessu landi“ eins og hún til að mynda orðaði það í grein á Vísir.is fyrr á árinu. Þar beindi formaðurinn spjótum sínum að ríkisstjórninni sem sannarlega er hægt að gagnrýna fyrir ýmislegt. Hins vegar er vandséð að Þorgerði og flokki hennar væri betur treystandi fyrir stjórn landsins.

  • Með vægi í samræmi við það
  • Tölum endilega um staðreyndir
  • Skjól fyrir spillta stjórnmálamenn
  • Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
  • „Þetta er algerlega galið“
©2025 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb