Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Forsíða
  • Greinar
    • EES-samningurinn
      • Bókun 35
    • Evrópumál
    • Fríverzlun
    • Schengen
    • Stjórnarskrármál
    • Varnarmál
  • Skýrslur
  • Hlaðvarp
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Munaði verulega um lánsbóluefni

Posted on July 14, 2021 by Fullveldi

Verulega hefur munað um þau bóluefni sem íslenzk stjórnvöld fengu að láni frá Noregi og Svíþjóð þegar kemur að þeim góða árangri sem náðst hefur í bólusetningum hér á landi undanfarnar vikur. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í gær þar sem byggt var á gögnum frá Landlæknisembættinu. Ég fjallaði um málið á Fullveldi.is í…

Með öflugustu vegabréfunum

Posted on July 13, 2021 by Fullveldi

Margir eru vafalaust annað hvort að skipuleggja ferðalög til annarra landa um þessar mundir eða þegar komnir þangað. Rifja má upp af því tilefni að íslenzk vegabréf eru á meðal þeirra öflugustu í heiminum. Með íslenzkum vegabréfum er þannig hægt að ferðast til 182 ríkja án þess að þörf sé á vegabréfsáritunum og verma þau…

Fleiri andvígir inngöngu í ESB í tólf ár

Posted on July 8, 2021 by Fullveldi

Fleiri hafa verið andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin tólf ár. Í Noregi hefur viðvarandi andstaða við inngöngu í sambandið verið enn lengur fyrir hendi eða allt frá 2005, í samfellt sextán ár. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar MMR eru 46,4% landsmanna andvíg…

Vilja refsiaðgerðir gegn Íslandi

Posted on July 6, 2021 by Fullveldi

Makrílveiðar Íslendinga voru til umræðu á fundi í ráðherraráði Evrópusambandsins sem fram fór nýverið en á fundinum kallaði Charlie McConalogue, sjávarútvegsráðherra Írlands, eftir því að sambandið gripi til harðra aðgerða í kjölfar þess að stjórnvöld í Noregi, Færeyjum og á Íslandi tóku ákvörðun um að taka sér einhliða makrílkvóta. Þar á meðal viðskiptaþvingana yrðu ákvarðanirnar…

„Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“

Posted on July 5, 2021 by Fullveldi

„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum,“ sagði Uffe-Ellemann Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, við mbl.is í marz 2017 en hann hefur lengi hvatt til inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Vitanlega er Evr­ópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir…

Vilja ekki ganga aftur í ESB

Posted on July 1, 2021 by Fullveldi

Fleiri eru hlynntir því að vera áfram utan Evrópusambandsins en þeir sem vilja ganga aftur í sambandið samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakannana í Bretlandi. Fimm ár eru um þessar mundir liðin frá því að brezkir kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæði að segja skilið við Evrópusambandið. Bretar gengu formlega úr sambandinu í lok janúar á síðasta ári eftir…

Hraðbátarnir og olíuskipið

Posted on June 25, 2021November 15, 2024 by Fullveldi

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, hitti naglann á höfðuð fyrr á þessu ári í viðleitni sinni til þess að útskýra seinagang sambandsins við bólusetningar við kórónuveirunni í samanburði við ýmis ríki utan þess. „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip,“ sagði von der…

Flýti fyrir Bandaríkjum Evrópu

Posted on June 23, 2021 by Fullveldi

Hundruð milljarða evra sjóður, sem er ætlað að stuðla að endurreisn efnahags ríkja Evrópusambandsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins, hefur flýtt fyrir þróun sambandsins í áttina að Bandaríkjum Evrópu. Þetta sagði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, í ræðu í Barcelona síðastliðinn mánudag. „Þetta hefur flýtt fyrir evrópskum samruna í áttina að Bandaríkjum Evrópu í framtíðinni,“ er haft eftir…

Vilja afnema neitunarvald í utanríkismálum

Posted on June 7, 2021 by Fullveldi

Tímabært er að afnema neitunarvald einstakra ríkja Evrópusambandsins í utanríkismálum. Þetta sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýzkalands, á ráðstefnu með sendiherrum landsins í Berlín í dag en utanríkismál eru einn af fáum málaflokkum þar sem enn þarf einróma samþykki á vettvangi sambandsins. Frá þessu er greint í frétt Reuters-fréttaveitunnar en haft er eftir Maas að ekki…

Sviss hafnar samningi í anda EES

Posted on May 26, 2021 by Fullveldi

Viðræðum á milli Evrópusambandsins og Sviss, um nýjan heildarsamning í stað þeirra 120 tvíhliða samninga sem Svisslendingar hafa samið um við sambandið, hefur verið hætt að frumkvæði svissneskra stjórnvalda. Viðræðurnar höfðu staðið yfir í sjö ár þegar fulltrúar Sviss yfirgáfu loks samningaborðið. Samið var um tvíhliða samningana í kjölfar þess að aðild að EES-samningnum var…

Posts pagination

  • Previous
  • 1
  • …
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23

HELZTU GREINAR


Mýtan um sætið við borðið

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tæki vægi landsins fyrst og fremst mið af íbúafjölda þess. Til að mynda þegar teknar væru ákvarðanir varðandi sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er skilgreint sem valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands þar yrði þannig í langflestum tilfellum aðeins um 0,08% eða á við 5% hlut í alþingismanni.



Verður það sama gert aftur?

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sagði í kappræðum formanna stjórnmálafokkanna á Stöð 2 á dögunum, aðspurður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, hvort til þess gæti komið að hann gæfi eitthvað eftir varðandi inngöngu í Evrópusambandið kæmi til ríkisstjórnarsamstarfs flokks hans við Viðreisn og Samfylkinguna eftir þingkosningarnar, að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn sem berðist fyrir því að Ísland gengi í sambandið. Hann sæi engin rök fyrir inngöngu í það.



Vilja miklu stærra bákn

Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið.



Fámennt ríki á jaðrinum

Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur innan þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið bæði það fámennasta innan sambandsins og á yzta jaðri þess.



Hegðaði sér eins og einræðisherra

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.



Mjög skiljanleg umræða um EES

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“



Varði ekki viðsnúninginn

Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða, nái það fram að ganga, að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu.



Við erum á allt öðrum stað

Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér.



Treystandi fyrir stjórn landsins?

Formanni Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hefur orðið nokkuð tíðrætt á kjörtímabilinu um að það þurfi „einfaldlega að fara að stjórna þessu landi“ eins og hún til að mynda orðaði það í grein á Vísir.is fyrr á árinu. Þar beindi formaðurinn spjótum sínum að ríkisstjórninni sem sannarlega er hægt að gagnrýna fyrir ýmislegt. Hins vegar er vandséð að Þorgerði og flokki hennar væri betur treystandi fyrir stjórn landsins.

  • Með vægi í samræmi við það
  • Tölum endilega um staðreyndir
  • Skjól fyrir spillta stjórnmálamenn
  • Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
  • „Þetta er algerlega galið“
©2025 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb