Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki

Posted on 22/07/202113/12/2022 by Fullveldi

Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa verið starfandi í Evrópu regnhlífarsamtökin European Movement International. Meginmarkmið samtakanna hefur frá upphafi verið að til verði sameinað evrópskt sambandsríki (e. united, federal Europe) eins og það var lengi vel orðað á vefsíðu þeirra.

Tekin var í notkun ný vefsíða á vegum European Movement International fyrir nokkrum árum en á nýju síðunni kemur fram að samtökin hafi frá stofnun þeirra 1948 beitt sér fyrir því að til verði sambandsríki en frá upphafi hefur eitt ríki verið lokamarkmið samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess.

Til að mynda fjallar franski stjórnmálahagfræðingurinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins og þá einkum og sér í lagi af stuðningsmönnum þess, ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að því allt frá upphafi að til yrðu Bandaríki Evrópu.

Leitun er enn fremur að pólitískum forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa lýst opinberlega yfir stuðningi sínum við markmiðið um að sambandið verði að einu ríki. Þar á meðal hafa verið allir forsetar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undanfarna áratugi.

Markmið samrunans innan ESB ekki gagnrýnt

Fjölmörg samtök Evrópusambandssinna í Evrópu eiga aðild að European Movement International. Bæði í ríkjum innan Evrópusambandsins og utan þess. Um langt árabil voru Evrópusamtökin íslenzku þar á meðal og síðan tóku Já Ísland, regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, við aðildinni eftir stofnun þeirra.

Fyrir fáeinum árum hvarf Já Ísland hins vegar af lista European Movement International yfir aðildarsamtök. Væntanlega annað hvort í kjölfar þess að vakin var athygli á aðildinni í umræðum um Evrópusambandið hér á landi eða vegna þess að Já Ísland áttaði sig loks á því um hvers konar félagsskap væri að ræða.

Hins vegar verður hið fyrrnefnda að teljast talsvert líklegra í ljósi þess að ekki hefur beinlínis borið mikið á gagnrýni úr röðum íslenzkra Evrópusambandssinna á áðurnefnt markmið samrunans innan Evrópusambandsins og margítrekaðar yfirlýsingar forystumanna innan sambandsins til stuðnings þeirri þróun.

Þvert á móti hefur alls engan bilbug verið að finna í þeim röðum á undanförnum árum þegar komið hefur að stuðningi við bæði sífellt meiri samruna innan Evrópusambandsins, sem hefur jafnt og þétt fært sambandið nær lokamarkmiði samrunaþróunarinnar, sem og inngöngu Íslands í hið fyrirhugaða sambandsríki.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Ljósmynd: Fáni Evrópusambandsins. Eigandi: GrandCelinien – Wikimedia Commons)


Tengt efni:
Fleiri andvígir inngöngu í ESB í tólf ár
„Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“
Flýti fyrir Bandaríkjum Evrópu

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb