Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Fullveldi.is

Vefsíðan Fullveldi.is er í eigu Hjartar J. Guðmundssonar, sagnfræðings og alþjóðastjórnmálafræðings (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál), þar sem umfjöllunarefnið er aðallega utanríkis- og alþjóðamál. Einkum með tilliti til fullveldis og fríverzlunar.

Hjörtur starfaði í áratug sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is (2010-2020) þar sem hann fjallaði ekki sízt um utanríkis- og alþjóðamál. Hann hefur einnig starfað sem sérfræðingur í samskiptum og almannatengslum og sömuleiðis ritað skýrslur um alþjóðamál fyrir erlendar hugveitur. Þá hefur hann um árabil verið ráðherrum og þingmönnum, bæði innanlands og erlendis, til ráðgjafar í þeim efnum.


HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
  • Stjórnsýslan kvartar undan flóknu regluverki
  • Háð bæði Kína og Rússlandi
  • Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb