Vefsetrið Fullveldi.is er í eigu Hjartar J. Guðmundssonar, sagnfræðings og alþjóðastjórnmálafræðings (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál), þar sem umfjöllunarefnin eru aðallega utanríkismál, þá einkum með tilliti til fullveldis og fríverzlunar, og öryggis- og varnarmál.
Hjörtur starfaði í áratug sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is (2010-2020) þar sem hann fjallaði ekki sízt um utanríkis- og varnarmál. Hann hefur einnig starfað sem sérfræðingur í samskiptum og almannatengslum og sömuleiðis ritað skýrslur um alþjóðamál fyrir innlenda og erlenda aðila. Þá hefur hann um árabil verið ráðherrum og þingmönnum, bæði innanlands og erlendis, til ráðgjafar í þeim efnum.
Hjörtur hefur flutt fjölmarga fyrirlestra um utanríkismál og öryggis- og varnarmál bæði hér heima og erlendis. Til að mynda á fundum og ráðstefnum í Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, Danmörku og Noregi. Þar á meðal í húsakynnum þings Evrópusambandsins bæði í Strasbourg og Brussel.