Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sagði í kappræðum formanna stjórnmálafokkanna á Stöð 2 á dögunum, aðspurður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, hvort til þess gæti komið að hann gæfi eitthvað eftir varðandi inngöngu í Evrópusambandið kæmi til ríkisstjórnarsamstarfs flokks hans við Viðreisn og Samfylkinguna eftir þingkosningarnar, að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn sem berðist fyrir því að Ísland gengi í sambandið. Hann sæi engin rök fyrir inngöngu í það.
Category: Greinar
Vilja miklu stærra bákn
Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið.
Verja þarf friðinn
Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir, lýsti því yfir á dögunum í þættinum Spursmál á mbl.is að öryggi Íslands væri betur tryggt utan NATO en innan varnarbandalagsins og kallaði eftir úrsögn landsins úr því. Ísland ætti að vera friðsælt ríki og rödd friðar í heiminum. Vafalaust geta flestir tekið undir þetta síðastnefnda en til þess að svo megi vera þarf hins vegar að verja friðinn.
Fámennt ríki á jaðrinum
Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur innan þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið bæði það fámennasta innan sambandsins og á yzta jaðri þess.
Hvar er torfkofinn?
Heimurinn telur tæplega tvö hundruð ríki. Þar af um 160 sem ekki eiga aðild að EES-samningnum og eru fyrir vikið í torfkofunum. Allavega ef marka má málflutning forystumanna Viðreisnar. Hið sama á við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og nú síðast Guðna Frey Öfjörð, fyrrverandi stjórnarmann í Ungum Pírötum, í grein á Vísir.is fyrr í vikunni. Þess í stað kjósa þessi ríki víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Þá væntanlega vegna einhvers konar sjálfseyðingarhvatar.
Varði ekki viðsnúninginn
Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða, nái það fram að ganga, að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu.
Við erum á allt öðrum stað
Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér.
Fullkomlega óskiljanlegt
Tólf prósent kjósenda myndi greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.
Stenzt ekki stjórnarskrána
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn og snýst um það að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar innlendri löggjöf, stenzt ekki stjórnarskrá lýðveldisins. Deginum ljósara er að svo er ekki þó reynt hafi verið að þyrla upp lögfræðilegu ryki og halda öðru fram.
Óvinur Ísraels og Palestínumanna
„Megi Guð draga ykkur til ábyrgðar, Hamas!“ hrópaði ungur Palestínumaður með sáraumbúðir vafðar um annan handlegginn að Iyad Bozum, talsmanni innanríkisráðuneytis hryðjuverkasamtakanna Hamas, á blaðamannafundi á Gazaströndinni þann 7. nóvember fyrir ári síðan. Veifaði hann handleggnum í áttina að Bozum til þess að leggja áherzlu á orð sín en fundinum var sjónvarpað og náðist atvikið fyrir vikið á upptöku. Hafði ungi maðurinn rutt sér leið í gegnum mannfjöldann á staðnum til þess að koma á framfæri skilaboðum sínum.