Full ástæða er til þess að taka undir með Gunnari Hólmsteini Ársælssyni, stjórnmálafræðingi og fyrrverandi stjórnarmanni í Evrópusamtökunum, í grein hans á Vísi í gær þar sem hann kallaði eftir því að umræðan um Evrópusambandið færi fram á grundvelli staðreynda. Enginn skortur er enda á staðreyndum sem mæla gegn því að Ísland gangi í sambandið þó þær henti málstað Gunnars og annarra Evrópusambandssinna afskaplega illa og fyrir vikið ólíklegt að um staðreyndir sé að ræða samkvæmt þeirra kokkabókum.
Category: Greinar
„Þetta er algerlega galið“
„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna.
Skrópað á Alþingi
Tveir þingflokkar skera sig úr þegar kemur að fjarveru þingmanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Þegar teknar eru mikilvægustu ákvarðanirnar á vettvangi þess. Þingflokkar Miðflokksins og Viðreisnar. Þannig var fjarvera þingmanna Miðflokksins í atkvæðagreiðslum að meðaltali í 68,7% tilfella og Viðreisnar í rúmlega 51%. Þingmenn annarra flokka hafa að meðaltali mætt í meirihluta atkvæðagreiðslna.
Verðbólga í boði Viðreisnar
Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja. Helzta ástæða verðbólgunnar hefur þannig verið skortur á húsnæði. Einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík vegur langþyngst en borgin hefur sem kunnugt er verið um árabil undir stjórn flokkanna. Hefur meirihlutinn í borginni beinlínis beitt sér gegn því að byggt yrði nógu mikið af húsnæði til þess að anna eftirspurn. Mjög mikið hefur vantað upp á í þeim efnum.
Frjálslynd Viðreisn?
Heyrist raddir innan stjórnmálaflokka sem ekki eru í samræmi við yfirlýsta stefnu þeirra ber forystumönnum flokkanna að beita sér gegn þeim. Þetta voru skilaboð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í umræðum á Alþingi 10. október síðastliðinn þar sem hún spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, að því hvort hann hefði „ekki stjórn á sínu eigin fólki“ og hvatti hann til þess að „standa í lappirnar“ gegn röddum innan flokksins sem gagnrýndu EES-samninginn.
Verður það sama gert aftur?
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sagði í kappræðum formanna stjórnmálafokkanna á Stöð 2 á dögunum, aðspurður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, hvort til þess gæti komið að hann gæfi eitthvað eftir varðandi inngöngu í Evrópusambandið kæmi til ríkisstjórnarsamstarfs flokks hans við Viðreisn og Samfylkinguna eftir þingkosningarnar, að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn sem berðist fyrir því að Ísland gengi í sambandið. Hann sæi engin rök fyrir inngöngu í það.
Vilja miklu stærra bákn
Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið.
Verja þarf friðinn
Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir, lýsti því yfir á dögunum í þættinum Spursmál á mbl.is að öryggi Íslands væri betur tryggt utan NATO en innan varnarbandalagsins og kallaði eftir úrsögn landsins úr því. Ísland ætti að vera friðsælt ríki og rödd friðar í heiminum. Vafalaust geta flestir tekið undir þetta síðastnefnda en til þess að svo megi vera þarf hins vegar að verja friðinn.
Fámennt ríki á jaðrinum
Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur innan þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið bæði það fámennasta innan sambandsins og á yzta jaðri þess.
Hvar er torfkofinn?
Heimurinn telur tæplega tvö hundruð ríki. Þar af um 160 sem ekki eiga aðild að EES-samningnum og eru fyrir vikið í torfkofunum. Allavega ef marka má málflutning forystumanna Viðreisnar. Hið sama á við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og nú síðast Guðna Frey Öfjörð, fyrrverandi stjórnarmann í Ungum Pírötum, í grein á Vísir.is fyrr í vikunni. Þess í stað kjósa þessi ríki víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Þá væntanlega vegna einhvers konar sjálfseyðingarhvatar.