Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor.
Category: Stjórnarskrármál
Krafa þjóðarinnar?
Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar.
Tvennt hægt að gera við tillögurnar
Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins.
Dönsk stjórnarskrá?
Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Varla þarf þó að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár.
Að virða niðurstöður kosninga
Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan.
„Þetta vill meirihluti þjóðarinnar!“
Meirihluti þjóðarinnar vill ekki nýja stjórnarskrá. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í færslu sem Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus, ritaði á facebooksíðu sína daginn eftir þingkosningarnar í lok september en Njörður hefur verið ötull talsmaður þess að skipt verði um stjórnarskrá í landinu. Lýstu ýmsir þeir, sem verið hafa fremstir í flokki…
„Skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands“
„Margt brennur meira á íslenzkri þjóð en endurskoðun stjórnarskrárinnar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu við setningu Alþingis 23. nóvember og ljóst að þau orð voru ekki látin falla að ástæðulausu. Forsetinn sagðist engu að síður vona að hægt yrði á kjörtímabilinu að ráðast í „skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands, rétt eins…
Var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá
Töluvert hefur verið rætt um það hvort skipta eigi út stjórnarskrá lýðveldisins fyrir nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs eða gera nauðsynlegar umbætur á þeirri sem fyrir er. Hefur því gjarnan verið haldið fram í röðum þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá að með því að gera breytingar á gildandi stjórnarskrá væri verið að hafa að…