Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

„Þetta vill meirihluti þjóðarinnar!“

Posted on 07/12/202122/10/2022 by Fullveldi

Meirihluti þjóðarinnar vill ekki nýja stjórnarskrá. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í færslu sem Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus, ritaði á facebooksíðu sína daginn eftir þingkosningarnar í lok september en Njörður hefur verið ötull talsmaður þess að skipt verði um stjórnarskrá í landinu. Lýstu ýmsir þeir, sem verið hafa fremstir í flokki þeirra sem hafa kallað eftir nýrri stjórnarskrá, yfir stuðningi við skrifin.

„Þetta vill meirihluti þjóðarinnar!“ segir í lok færslu Njarðar í kjölfar upptalningar á því sem úrslit kosninganna hefðu falið í sér að hans mati. Þar á meðal enga nýja stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar sem hlynntir eru því að skipta um stjórnarskrá, Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn, fengu samanlagt einungis 22,6% fylgi eða minna en Sjálfstæðisflokkurinn einn þrátt fyrir að Stjórnarskrárfélagið hafi til að mynda hvatt kjósendur með auglýsingaherferð í aðdraganda kosninganna til þess að styðja aðeins slík framboð.

Katrín og Birgitta tóku undir orð Njarðar

Fjölmargir tóku undir færslu Njarðar og þar á meðal Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, og Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sem verið hafa fremstar í flokki þeirra sem kallað hafa eftir því að stjórnarskrá lýðveldisins verði skipt úr fyrir aðra byggðri á tillögum stjórnlagaráðs.

Talsmenn nýrrar stjórnarskrár hafa lengi haldið því fram að um væri að ræða kröfu þjóðarinnar og sakað Alþingi, sem kjósendur notabene velja og nú síðast í september, um svik við þann málstað með vísan í ráðgefandi þjóðaratkvæði árið 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Ítrekuð framganga meirihluta kjósenda í þingkosningum, þar á meðal og ekki hvað sízt í kosningunum 2013 sem fram fóru einungis hálfu ári eftir þjóðaratkvæðið, bendir hins vegar alls ekki til þess að hann upplifi sig svikinn.

Flokkarnir sem börðust gegn nýrri stjórnarskrá, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fengu þannig meirihluta þingsæta í þingkosningum 2013 á meðan flokkar hlynntir því markmiði riðu ekki feitum hesti frá þeim. Þá hefur fylgi við flokka sem vilja nýja stjórnarskrá allajafna farið minnkandi síðan.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Ljósmynd: Alþingishúsið. Eigandi: Ypsilon from Finland)

—

Tengt efni:
„Skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands“
Var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb