Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Category: Varnarmál

Flotið vakandi að feigðarósi

Posted on 25/01/202326/01/2023 by Fullveldi

Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Viðbúið er að stríðið leiði til þess að Evrópuríki verði enn háðari Bandaríkjunum en áður í þeim efnum, í það minnsta um fyrirsjáanlega framtíð. Þá er ljóst að án stuðnings Bandaríkjamanna væri Úkraína fallin.

„Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“

Posted on 08/12/202208/12/2022 by Fullveldi

Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn.

Hlutleysi veitir enga vörn

Posted on 28/11/202229/11/2022 by Fullveldi

Fyrir margt löngu er ljóst orðið að hlutleysisstefnan, sem Svíþjóð og Finnland fylgdu allavega í orði kveðnu unz ríkin tvö sóttu um aðild að NATO fyrr á þessu ári, veitir alls enga vörn þegar hernaðarátök eru annars vegar. Þá einkum vegna þess að framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysi viðkomandi ríkja sem sagan sýnir að hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin.

Treysta ekki ESB í varnarmálum

Posted on 27/10/202227/10/2022 by Fullveldi

Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók aðspurður undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans.

Hverju ætti ESB að bæta við?

Posted on 02/10/202227/10/2022 by Fullveldi

Fullyrðingar um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála, og geti ekki treyst á NATO og Bandaríkin í þeim efnum, verða í bezta falli að teljast broslegar. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið verða öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu.

Hvers vegna vilja Svíar og Finnar í NATO?

Posted on 07/08/202221/10/2022 by Fullveldi

Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að…

Fjármagna áfram hernað Pútíns

Posted on 17/07/202222/10/2022 by Fullveldi

Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum…

Kuldinn sem fyrr bandamaður Rússlands

Posted on 04/07/202222/10/2022 by Fullveldi

Kuldinn hefur lengi verið bandamaður Rússlands þegar komið hefur að því að bera að lokum sigur úr býtum á öðrum Evrópuríkjum. Veturinn 1812 setti hernað Napóleons úr skorðum og hersveitir Hitlers frusu í hel við borgarhliðin að Moskvu í desember 1941. Vladimír Pútín hefur það nú á valdi sínu að skrúfa fyrir flæði gass til…

Posts navigation

  • 1
  • 2
  • Next

HELZTU GREINAR


Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.



Versnandi staða fámennari ríkja ESB

Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.



Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.


Færslur

  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb