Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Forsíða
  • Greinar
    • EES-samningurinn
      • Bókun 35
    • Evrópumál
    • Fríverzlun
    • Schengen
    • Stjórnarskrármál
    • Varnarmál
  • Skýrslur
  • Hlaðvarp
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vantreysta ESB í varnarmálum

Posted on June 13, 2023 by Fullveldi

„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn.

Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku sem og sambandið sjálft. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Innrásin í Úkraínu hefði skipt stjórnvöld í Rússlandi mun meira máli en efnahagstengsl við vestræn ríki.

Rúmum mánuði áður hafði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, látið þau ummæli falla á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO á síðasta ári vegna þess að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð sótti einnig um inngöngu í bandalagið á síðasta ári.

Þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki ESB

Vert er að rifja þetta upp í tilefni af greinarskrifum Þorvarðar Hjaltasonar á vef Heimildarinnar á dögunum þar sem hann kallaði eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá fyrst og fremst með tilliti til öryggis- og varnarmála. Vildi hann meina að ekki væri hægt að treysta á Bandaríkin í þeim efnum lengur. Eins og Marin benti á í desember væri sambandið og ríki þess hins vegar í vandræðum án Bandaríkjamanna.

Vandséð er hverju Evrópusambandið ætti að bæta við þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Eftir inngöngu Finnlands í NATO og fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar í bandalagið verða öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu.

Kæmi svo ólíklega til þess að Bandaríkin segðu skilið við NATO á einhverjum tímapunkti í framtíðinni væri Ísland þannig eftir sem áður í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins. Hins vegar eru Bandaríkin eina vestræna ríkið sem getur varið bæði sig og aðra en fjallað hefur verið ítrekað um bágborið ástand evrópskra herja, einkum ríkja innan sambandsins, í erlendum fjölmiðlum í kjölfar innrásarinnar.

Fjármögnuðu hernaðaruppbyggingu Rússlands

Forystumenn ríkja innan Evrópusambandsins hafa ekki aðeins lýst því yfir að ekki sé hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Sjálfur utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, hefur ítrekað lýst því yfir að sambandið og ríki þess hafi í reynd fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil.

Hvað varðar upphaf Evrópusambandsins sem Þorvarður gerir að umtalsefni, stofnun Kola- og stálbandalagsins svonefnds, er vert að rifja það upp af því tilefni að umrætt bandalag var sett á laggirnar í kjölfar Schuman-yfirlýsingarinnar 1950 þar sem þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, lýsti því meðal annars yfir að lokamarkmiðið með fyrirhugaðri samrunaþróun væri evrópskt sambandsríki.

Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki og rataði það nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem segir að „áfram“ skuli unnið að því að sambandið verði að sambandsríki. Samhliða þessu hefur Evrópusambandið jafnt og þétt í gegnum tíðina öðlast fleiri einkenni ríkis.

Vægi ríkja ESB fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda

Mikilvægt er annars að hafa í huga í allri umræðu um Evrópusambandið að langflestar ákvarðanir á vettvangi þess eru teknar með meirihluta atkvæða þar sem íbúafjöldi ræður mestu um vægi ríkjanna. Einróma samþykki heyrir til undantekninga og nær hvorki til sjávarútvegsmála né orkumála. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins einungis 0,08% og á þingi þess á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi.

Sú áherzla að vægi ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku á vettvangi þess miðist við það hversu fjölmenn þau eru, í stað þess að þau sitji við sama borð í þeim efnum óháð íbúafjölda, er einmitt eitt þeirra einkenna ríkis sem sambandið hefur smám saman öðlast á liðnum árum. Stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala gjarnan um það að með henni fengi Ísland sæti við borðið innan þess. Þetta er sætið.

Með öðrum orðum er langur vegur frá því að innganga í Evrópusambandið yrði til þess fallin að tryggja betur öryggis- og varnarhagsmuni Íslands. Að sama skapi hefur sambandið og ríki þess sýnt það með afgerandi hætti á undanförnum árum í viðskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld að þeim er ekki heldur treystandi þegar efnahagsöryggi er annars vegar. Þá er ljóst að vægi Íslands innan þess yrði lítið sem ekkert.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Greinin birtist áður á Vísir.is 13. júní 2023)

(Ljósmynd: Fánar Svíþjóðar og Finnlands. Eigandi: Kotivalo)


Tengt efni:
Minnast ekki á lokamarkmiðið
Versnandi staða fámennari ríkja ESB
Flotið vakandi að feigðarósi
„Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
Með hálfan þingmann á Alþingi

HELZTU GREINAR


Mýtan um sætið við borðið

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tæki vægi landsins fyrst og fremst mið af íbúafjölda þess. Til að mynda þegar teknar væru ákvarðanir varðandi sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er skilgreint sem valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands þar yrði þannig í langflestum tilfellum aðeins um 0,08% eða á við 5% hlut í alþingismanni.



Verður það sama gert aftur?

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sagði í kappræðum formanna stjórnmálafokkanna á Stöð 2 á dögunum, aðspurður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, hvort til þess gæti komið að hann gæfi eitthvað eftir varðandi inngöngu í Evrópusambandið kæmi til ríkisstjórnarsamstarfs flokks hans við Viðreisn og Samfylkinguna eftir þingkosningarnar, að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn sem berðist fyrir því að Ísland gengi í sambandið. Hann sæi engin rök fyrir inngöngu í það.



Vilja miklu stærra bákn

Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið.



Fámennt ríki á jaðrinum

Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanatökur innan þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið bæði það fámennasta innan sambandsins og á yzta jaðri þess.



Hegðaði sér eins og einræðisherra

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.



Mjög skiljanleg umræða um EES

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“



Varði ekki viðsnúninginn

Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða, nái það fram að ganga, að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu.



Við erum á allt öðrum stað

Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér.



Treystandi fyrir stjórn landsins?

Formanni Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hefur orðið nokkuð tíðrætt á kjörtímabilinu um að það þurfi „einfaldlega að fara að stjórna þessu landi“ eins og hún til að mynda orðaði það í grein á Vísir.is fyrr á árinu. Þar beindi formaðurinn spjótum sínum að ríkisstjórninni sem sannarlega er hægt að gagnrýna fyrir ýmislegt. Hins vegar er vandséð að Þorgerði og flokki hennar væri betur treystandi fyrir stjórn landsins.

  • Með vægi í samræmi við það
  • Tölum endilega um staðreyndir
  • Skjól fyrir spillta stjórnmálamenn
  • Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
  • „Þetta er algerlega galið“
©2025 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb