Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Svipað margir vilja í ESB án EES

Posted on 08/08/202113/12/2022 by Fullveldi

Kæmi til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) heyrði sögunni til myndi þriðjungur Íslendinga vilja að Ísland gengi í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Þetta er svipað hlutfall og raunin er í dag en það sjónarmið hefur stundum heyrzt í gegnum tíðina að án samningsins myndi stuðningur við inngöngu í sambandið stóraukast.

Skoðanakönnunin var framkvæmd í tengslum við rannsókn Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, á afstöðu Íslendinga til alþjóðasamvinnu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar myndu 33,4% vilja að Ísland gengi í Evrópusambandið kæmi til þess að EES-samningnum yrði ekki lengur fyrir að fara, 29,9% myndu vilja öðruvísi samning við sambandið og 10% engan. Þá tók rúmur fjórðungur ekki afstöðu.

Stuðningur við inngöngu Íslands í Evrópusambandið mælist til samanburðar 30,5% samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar MMR eða einungis 2,9 prósentustigum minni en hlutfall þeirra sem myndu vilja inngöngu ef EES-samningurinn heyrði sögunni til. Hlutfall þeirra sem taka ekki afstöðu er einnig hliðstætt eða 26,7% samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar og 22,1% samkvæmt könnun MMR.

Fríverzlunarsamningurinn frá 1972 í fullu gildi

Með öðrum orðum eru þeir, sem annað hvort vilja öðruvísi samning (þá væntanlega fríverzlunarsamning) við Evrópusambandið eða engan, fleiri en þeir sem vilja inngöngu í sambandið yrði EES-samningnum ekki lengur fyrir að fara eða 39,9%. Gera má fastlega ráð fyrir að þeir sem vilja engan samning myndu frekar vilja öðruvísi samning við Evrópusambandið en inngöngu í það stæðu þeir frammi fyrir þessum tveimur valkostum.

Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að heyrði EES-samningurinn sögunni til yrði Ísland ekki án samninga við Evrópusambandið jafnvel þó ekki tækist að semja um nýjan samning við sambandið í hans stað. Þannig yrði fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið frá 1972 áfram í fullu gildi (hliðstæður samningur er grundvöllur viðskipta Sviss við sambandið) og einnig samningur frá 2007 um viðskipti með landbúnaðarafurðir.

Það er ekki að ástæðulausu að ófáir Evrópusambandssinnar hafa brugðist harðlega við þegar EES-samningurinn hefur verið gagnrýndur á þeim forsendum að rétt sé að standa bæði fyrir utan sambandið og samninginn og semja þess í stað við það um fríverzlun en gagnrýnt hann þess utan á eigin forsendum. Þeim er væntanlega vel ljóst að ef EES-samningurinn heyrði sögunni til yrði það málstað þeirra sízt til framdráttar.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Ljósmynd: Fánar aðildarrríkja EFTA ásamt fána Evrópusambandsins. Eigandi: EFTA)


Tengt efni:
Spurningin sem enginn spurði
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Fleiri andvígir inngöngu í ESB í tólf ár
„Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“

HELZTU GREINAR


Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.



Versnandi staða fámennari ríkja ESB

Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.



Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.


Færslur

  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb