Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB

Posted on 18/02/202222/10/2022 by Fullveldi

Hlutverk Evrópusambandsins og ríkja þess er að standa vörð um samrunaþróunina innan sambandsins og koma í veg fyrir að fleiri ríki yfirgefi það í kjölfar útgöngu Bretlands. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir þing Evrópusambandsins og birt í fyrradag eftir að 516 af 705 þingmönnum samþykktu hana.

Fram kemur einnig í skýrslunni að mögulegum þjóðaratkvæðagreiðslum í framtíðinni, um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu, ætti að fylgja annað þjóðaratkvæði til staðfestingar á hinu fyrra. En einungis er hins vegar gert ráð fyrir því verði niðurstaða fyrri atkvæðagreiðslunnar sú að segja skilið við sambandið.

Vilja fjármagna kosningaherferðir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er hvött til þess í skýrslunni að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að stjórnmálaflokkum á þingi sambandsins verði heimilað að fjármagna kosningaherferðir í aðdraganda mögulegra þjóðaratkvæðagreiðslna í ríkjum þess í framtíðinni í tengslum við framkvæmd sáttmála þess.

Vísað er í þeim efnum einkum til greinar 50 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins sem fjallar um úrsögn ríkja úr því. Hins vegar segir einnig í skýrslunni að koma þurfi með öllum ráðum í veg fyrir erlend afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslum sem ljóst er að nær þannig ekki til annarra ríkja innan sambandsins.

Skili inn greinargerð um framtíðartengsl

Fullyrt er að brezkir kjósendur hafi engan veginn gert sér grein fyrir því hvað þeir væru að gera þegar þeir samþykktu að segja skilið við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016 og harmað að þing sambandsins og nefndir þess hafi einungis beitt sér á mjög afmarkaðan hátt í aðdraganda hennar.

Einnig segir í skýrslunni að komi til þess í framtíðinni að eitthvert annað ríki Evrópusambandsins vilji virkja grein 50 í Lissabon-sáttmálanum verði forsenda þess að vera sú að ríkisstjórn viðkomandi ríkis leggi fyrst fram greinargerð um það með hvaða hætti hún sjái fyrir sér framtíðartengsl ríkisins við sambandið.

Vill nýta frelsið frá ESB til hins ítrasta

Haft er eftir heimildarmanni innan ríkisstjórnar Bretlands í frétt Daily Telegraph um skýrsluna að í stað þess að halda áfram að tala niður til brezku þjóðarinnar, vegna ákvörðunar hennar um að endurheimta völdin yfir eigin málum, ætti Evrópusambandið frekar að leggja áherzlu á það að eiga í góðu samstarfi við Bretland.

Þá er haft eftir talsmanni brezku ríkisstjórnarinnar að þarlendir kjósendur hefðu samþykkt að segja skilið við Evrópusambandið og að ríkisstjórnin hefði framkvæmt það. Ríkisstjórnin hefði í hyggju að fylgja því eftir til hins ítrasta og nýta þau miklu tækifæri sem frelsi frá yfirstjórn sambandsins hefði í för með sér.

HJG

(Þinghús Evrópusambandsins í Strasbourg í Frakklandi. Eigandi: Hjörtur J. Guðmundsson)


Tengt efni:
Hagstæðara að sigla undir brezkum fána
Fjármagn streymir til Bretlands
Höfuðstöðvar Shell til Bretlands
Vilja refsa Bretum fyrir Brexit
„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb