Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Meiri áherzla á Evrópusambandsher

Posted on 02/03/202222/10/2022 by Fullveldi

Viðbúið er að innrás rússneska hersins í Úkraínu verði meðal annars til þess að pólitískir forystumenn innan Evrópusambandsins, sem og aðrir, sem kallað hafa eftir því að sambandið komi sér upp eigin her muni leggja aukna áherzlu á þann málflutning. Þá verður væntanlega einnig lögð aukin áherzla á þann málstað að gengið verði skrefinu lengra og að Evrópusambandið verði endanlega að einu ríki.

Forystumenn innan Evrópusambandsins, bæði forystumenn sambandsins sjálfs og ríkja innan þess og þá ekki sízt Þýzkalands og Frakklands, hafa lengi talað fyrir því að til yrði einn sameiginlegur her og hafa samhliða því verið tekin fjölmörg skref í þátt átt. Til að mynda hefur Evrópusambandið þegar eigið herráð og hersveitir hafa sinnt ýmsum verkefnum utan sambandsins og innan undir fána og merkjum þess.

Frönsk stjórnvöld, sem fara með forsætið innan ráðherraráðs Evrópusambandsins á fyrri hluta þessa árs, lýstu því yfir á síðasta ári að þau hefðu í hyggju að nýta forsætistíð sína til þess að vinna að því markmiði að til yrði endanlega einn sameiginlegur her. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að Talibanar náðu völdum í Afganistan en franskir ráðamenn sögðu það sýna að nauðsynlegt væri að taka þetta skref.

Hafi þróun mála í Afganistan þótt að mati forystumanna innan Evrópusambandsins ástæða til þess að setja aukna áherzlu á sameiginlegan her er viðbúið að innrás rússneska hersins í Úkraínu verði álitin enn ríkara tilefni til þess og líklega verða fleiri í ríkjum þess á sömu skoðun en áður. Einungis verður að telja tímaspursmál hvenær yfirlýsingar þess efnis fara að berast frá forystumönnum innan sambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Ljósmynd: Fáni Evrópusambandsins. Eigandi: GrandCelinien – Wikimedia Commons)


Tengt efni:
Ríkisstjórn Þýzkalands vill evrópskt sambandsríki
Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?
Vilja að ESB fái eigin hersveitir
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Sama gamla stefnan í grunninn

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb