Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
    • Evrópumál
    • EES
    • Varnarmál
    • Fríverzlun
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vilja frekar fríverzlunarsamning en EES

Posted on 12/06/202222/10/2022 by Fullveldi

Fleiri Norðmenn vilja fríverzlunarsamning við Evrópusambandið en vera áfram aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio vann fyrir norsku samtökin Nei til EU. Þannig eru 34% hlynnt því að EES-samningnum verði skipt út fyrir fríverzlunarsamning og 27% andvíg því. 38,8% tóku ekki afstöðu með eða á móti.

Skoðanakannanir í Noregi hafa ítrekað skilað hliðstæðum niðurstöðum á undanförnum árum. Síðast í febrúar á þessu ári. Hins vegar hafa aðrar kannanir á sama tíma sýnt fleiri hlynnta EES-samningnum þegar einungis hefur verið spurt um afstöðuna til hans og ekki boðið upp á fríverzlunarsamning sem valkost. Þarna virðist ákveðinni þverstæðu vera fyrir að fara en á því er að öllum líkindum ákveðin rökrétt skýring.

Fleiri hafa verið andvígir inngöngu í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt öllum skoðanakönnunum í Noregi undanfarin 17 ár en umræðan þar í landi hefur lengi verið á þá leið að valið stæði einungis á milli sambandsins og EES-samningsins. Fyrir vikið er viðbúið að ófáir hafi talið að andstaða við aðild að samningnum yrði túlkuð sem stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið þegar aðeins hefur verið spurt um hann.

Þegar boðið hefur verið upp á fríverzlunarsamning sem valkost hefur hins vegar öllum mátt vera ljóst að ekki væri unnt að túlka stuðning við hann sem vilja til þess að ganga í Evrópusambandið. Miðað við það má færa rök fyrir því að skoðanakannanir, þar sem spurt er um EES-samninginn annars vegar og fríverzlunarsamning hins vegar, gefi réttari mynd af raunverulegri afstöðu Norðmanna í þessum efnum.

Víðtækur fríverzlunarsamningur er sú leið sem ríki heimsins hafa allajafna kosið að fara þegar þau hafa samið um viðskipti sín á milli. Þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Að sama skapi er enginn biðröð ríkja eftir því að gera samning við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Þvert á móti hafa bæði Bretland og Sviss ítrekað hafnað því að gerast aðilar að samningnum.

HJG

(Ljósmynd: Norskir fánar fyrir utan konungshöllina í Ósló, höfuðborg Noregs. Eigandi: Maxxii)

Tengt efni:
Fullkominn aðstöðumunur
Hefur augljósa yfirburðastöðu
Tveir ójafnir dómstólar
Stjórnsýslan ekki nógu stór
Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum

HELZTU GREINAR


Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel

„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í ræðu á fjölmennum fundi í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, 30. ágúst 2018 þar sem hann hafði uppi þung varnaðarorð varðandi aðild Íslands að EES-samningnum og með hvaða hætti hann hefði þróast.



Fullkomin uppgjöf

Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir bráðum 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn með þeim hætti sem nú stendur til af hálfu stjórnvalda. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð.



Vantreysta ESB í varnarmálum

„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn.



Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.


Færslur

  • Hvað er þá að Viðreisn?
  • Krafa þjóðarinnar?
  • Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel
  • Flóknara en góðu hófi gegnir
  • Fjarar undan tveggja stoða kerfinu
  • „Stjórnsýsla Íslands er lítil“
  • Fullkomin uppgjöf
  • Hin stórkostlegu tíðindi
  • Meirihluti íþyngjandi löggjafar í gegnum EES
  • Vantreysta ESB í varnarmálum
  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb