Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vilja frekar fríverzlunarsamning en EES

Posted on 12/06/202222/10/2022 by Fullveldi

Fleiri Norðmenn vilja fríverzlunarsamning við Evrópusambandið en vera áfram aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio vann fyrir norsku samtökin Nei til EU. Þannig eru 34% hlynnt því að EES-samningnum verði skipt út fyrir fríverzlunarsamning og 27% andvíg því. 38,8% tóku ekki afstöðu með eða á móti.

Skoðanakannanir í Noregi hafa ítrekað skilað hliðstæðum niðurstöðum á undanförnum árum. Síðast í febrúar á þessu ári. Hins vegar hafa aðrar kannanir á sama tíma sýnt fleiri hlynnta EES-samningnum þegar einungis hefur verið spurt um afstöðuna til hans og ekki boðið upp á fríverzlunarsamning sem valkost. Þarna virðist ákveðinni þverstæðu vera fyrir að fara en á því er að öllum líkindum ákveðin rökrétt skýring.

Fleiri hafa verið andvígir inngöngu í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt öllum skoðanakönnunum í Noregi undanfarin 17 ár en umræðan þar í landi hefur lengi verið á þá leið að valið stæði einungis á milli sambandsins og EES-samningsins. Fyrir vikið er viðbúið að ófáir hafi talið að andstaða við aðild að samningnum yrði túlkuð sem stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið þegar aðeins hefur verið spurt um hann.

Þegar boðið hefur verið upp á fríverzlunarsamning sem valkost hefur hins vegar öllum mátt vera ljóst að ekki væri unnt að túlka stuðning við hann sem vilja til þess að ganga í Evrópusambandið. Miðað við það má færa rök fyrir því að skoðanakannanir, þar sem spurt er um EES-samninginn annars vegar og fríverzlunarsamning hins vegar, gefi réttari mynd af raunverulegri afstöðu Norðmanna í þessum efnum.

Víðtækur fríverzlunarsamningur er sú leið sem ríki heimsins hafa allajafna kosið að fara þegar þau hafa samið um viðskipti sín á milli. Þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Að sama skapi er enginn biðröð ríkja eftir því að gera samning við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Þvert á móti hafa bæði Bretland og Sviss ítrekað hafnað því að gerast aðilar að samningnum.

HJG

(Ljósmynd: Norskir fánar fyrir utan konungshöllina í Ósló, höfuðborg Noregs. Eigandi: Maxxii)

Tengt efni:
Fullkominn aðstöðumunur
Hefur augljósa yfirburðastöðu
Tveir ójafnir dómstólar
Stjórnsýslan ekki nógu stór
Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb