Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
    • Evrópumál
    • EES
    • Varnarmál
    • Fríverzlun
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vilja afnema neitunarvald í utanríkismálum

Posted on 07/06/2021 by Fullveldi

Tímabært er að afnema neitunarvald einstakra ríkja Evrópusambandsins í utanríkismálum. Þetta sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýzkalands, á ráðstefnu með sendiherrum landsins í Berlín í dag en utanríkismál eru einn af fáum málaflokkum þar sem enn þarf einróma samþykki á vettvangi sambandsins.

Frá þessu er greint í frétt Reuters-fréttaveitunnar en haft er eftir Maas að ekki gangi lengur að einstök ríki Evrópusambandsins geti þannig komið í veg fyrir að sambandið taki ákvarðanir í utanríkismálum. Jafnvel þó það þýddi að hluti ríkjanna gæti lotið í lægra haldi í atkvæðagreiðslum innan þess.

Krafa um einróma samþykki heyrir í dag til algerra undantekninga þegar ákvarðanir eru teknar í ráðherraráði Evrópusambandsins en einróma samþykki hefur verið afnumið í mörgum tugum málaflokka á vettvangi sambandsins á liðnum árum með þeim rökum að tilvist þess torveldaði ákvarðanatöku.

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, er á meðal þeirra forystumanna innan sambandsins sem kallað hafa eftir afnámi einróma samþykki í utanríkismálum en framkvæmdastjórnin hefur á undanförnum árum ítrekað lagt áherzlu á afnám þess bæði í utanríkis- og skattamálum.

Kemur sér einkum illa fyrir fámennari ríki ESB

Ljóst er að frekara afnám einróma samþykkis á vettvangi Evrópusambandsins kemur sér einkum illa fyrir fámennari ríki þess í ljósi þess að formlegt vægi einstakra ríkja sambandsins innan stofnana þess, og þar með möguleikar þeirra á að hafa áhrif innan þeirra, tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda.

Fyrir vikið hafa fámennari ríki Evrópusambandsins reynt að spyrna við fótum gegn frekara afnámi einróma samþykkis þar sem þau óttast að verða undir í atkvæðagreiðslum en þrátt fyrir andstöðu þeirra hefur þeim ekki tekizt að koma í veg fyrir að einróma samþykki hafi jafnt og þétt heyrt sögunni til.

Ljóst er að mikill og vaxandi þrýstingur er innan Evrópusambandsins á að frekari skref verði tekin í þá átt að afnema einróma samþykki. Bæði frá sambandinu sjálfu sem og stærri ríkjum þess. Ummæli utanríkisráðherra Þýzkalands þykja þannig til marks um aukna áherzlu þýzkra stjórnvalda í þeim efnum.

Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði landið það fámennasta innan þess með 369 þúsund íbúa á meðan íbúar flestra ríkjanna telja milljónir eða tugi milljóna. Miðað við íbúafjölda fengi Ísland þrjú atkvæði í ráðherraráði sambandsins af 345 og sex fulltrúa á þingi þess af rúmlega 700.

HJG

(Ljósmynd: Brandenburgar-hliðið í Berlín, höfuðborg Þýzkalands: Eigandi Gary Todd – Wikimedia Commons)

HELZTU GREINAR


Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel

„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í ræðu á fjölmennum fundi í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, 30. ágúst 2018 þar sem hann hafði uppi þung varnaðarorð varðandi aðild Íslands að EES-samningnum og með hvaða hætti hann hefði þróast.



Fullkomin uppgjöf

Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir bráðum 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn með þeim hætti sem nú stendur til af hálfu stjórnvalda. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð.



Vantreysta ESB í varnarmálum

„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn.



Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.


Færslur

  • Hvað er þá að Viðreisn?
  • Krafa þjóðarinnar?
  • Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel
  • Flóknara en góðu hófi gegnir
  • Fjarar undan tveggja stoða kerfinu
  • „Stjórnsýsla Íslands er lítil“
  • Fullkomin uppgjöf
  • Hin stórkostlegu tíðindi
  • Meirihluti íþyngjandi löggjafar í gegnum EES
  • Vantreysta ESB í varnarmálum
  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb