Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Flýti fyrir Bandaríkjum Evrópu

Posted on 23/06/2021 by Fullveldi

Hundruð milljarða evra sjóður, sem er ætlað að stuðla að endurreisn efnahags ríkja Evrópusambandsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins, hefur flýtt fyrir þróun sambandsins í áttina að Bandaríkjum Evrópu. Þetta sagði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, í ræðu í Barcelona síðastliðinn mánudag.

„Þetta hefur flýtt fyrir evrópskum samruna í áttina að Bandaríkjum Evrópu í framtíðinni,“ er haft eftir Sánchez í frétt brezka dagblaðsins Daily Telegraph. Sjóðurinn, sem hljóðar upp á 750 milljarða evra og verður útdeilt af Evrópusambandinu, myndi þannig dýpa enn frekar samrunaþróun sambandsins.

Tilurð sjóðsins er af mörgum talin stórt skref í þá átt að Evrópusambandið verði endanlega að einu ríki eins og stefnt hefur verið að frá upphafi. Lesa má meðal annars um lokamarkmið samrunans í endurminningum stjórnmálahagfræðingsins Jeans Monnet sem gjarnan er nefndur faðir sambandsins.

Veruleg andstaða hefur verið við það einkum á meðal stöndugri ríkja Evrópusambandsins að ríki sambandsins öxluðu ábyrgð á skuldum hvers annars. Stjórnvöld í ríkjum eins og Þýzkalandi höfðu áður sagt að slíkt kæmi alls ekki til greina. Með sjóðnum þykir ljóst að fallið hefur verið frá þeirri andstöðu.

Embættismenn Evrópusambandsins hafa fullyrt að um afmarkað verkefni sé að ræða sem skapi ekki fordæmi til framtíðar. Aðrir hafa bent á að þegar einu sinni hafi verið opnað á sameiginlegar skuldir ríkja sambandsins verði ekki svo auðveldlega farið aftur til baka. Líklegra sé að frekari skref verði tekin í þá átt.

Tilurð sjóðsins hefur verið líkt við þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum árið 1790 undir forystu Alexanders Hamiltons, þáverandi fjármálaráðherra landsins, að taka yfir stríðsskuldir bandarísku ríkjanna í kjölfar frelsisstríðs þeirra við Breta sem var í fyrsta sinn sem Bandaríkin stofnuðu til skulda í eigin nafni.

Ófáir forystumenn innan Evrópusambandsins hafa á liðnum árum lýst yfir stuðningi við lokamarkmið samrunaþróunarinnar um eitt ríki samhliða því sem sambandið hefur sífellt öðlast fleiri einkenni ríkis. Það sem einna helzt hefur þótt vanta upp á í þeim efnum hafa verið sameiginleg fjármál ríkjanna.

HJG

(Ljósmynd: Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og Angela Merkel, kanzlari Þýzkalands. Eigandi: Ministry of the Presidency. Government of Spain)

HELZTU GREINAR


Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.



Versnandi staða fámennari ríkja ESB

Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.



Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.


Færslur

  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb