Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vilja ekki ganga aftur í ESB

Posted on 01/07/2021 by Fullveldi

Fleiri eru hlynntir því að vera áfram utan Evrópusambandsins en þeir sem vilja ganga aftur í sambandið samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakannana í Bretlandi. Fimm ár eru um þessar mundir liðin frá því að brezkir kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæði að segja skilið við Evrópusambandið. Bretar gengu formlega úr sambandinu í lok janúar á síðasta ári eftir að hafa verið innan þess í 47 ár.

Miðað við nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins YouGov eru 51% andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 49% hlynnt miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti. Í nýjustu könnun fyrirtækisins Kantar eru 55% andvíg inngöngu í sambandið en 45% hlynnt. Aðrar kannanir undanfarna mánuði hafa einnig sýnt fleiri andvíga en hlynnta því að ganga aftur í það en útgangan var samþykkt 2016 með 52% gegn 48%.

Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af fyrirtækinu Opinium fyrir brezka dagblaðið Observer eru 27% Breta hlynnt því að ganga aftur í Evrópusambandið en 64% vilja vera áfram utan þess með einum eða öðrum hætti. Þar af vilja 22% vera áfram utan sambandsins en tengjast því nánari böndum en raunin er í dag, 20% vilja óbreytt tengsl utan þess og 22% vilja lausari tengsl utan þess.

Þó sumar aðrar skoðanakannanir hafi sýnt fleiri þeirrar skoðunar að útgangan úr Evrópusambandinu hafi fyrir ýmsar sakir ekki gengið nógu vel en þá sem eru því ósammála, enda ekki verið hlaupið þaðan út, eru fleiri á því samkvæmt könnun frá Opinium að þau vandamál sem fylgt hafi útgöngunni leysist með tímanum (42%) en þeir sem telja að svo verði ekki (35%). Þá telja 8% að útgöngunni hafi ekki fylgt vandamál.

Hvað sem öðru líður er í öllu falli ljóst þegar fimm ár eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um veru Bretlands í Evrópusambandinu og eftir að Bretar hafa yfirgefið sambandið að fleiri eru á því að rétt sé að vera áfram utan þess ef marka má skoðanakannanir en þeir sem vilja ganga þar inn á nýjan leik. Jafnvel þó ýmsir telji samkvæmt könnunum að útgangan hefði að sumu leyti mátt ganga betur en raunin hefur verið.

HJG

(Ljósmynd: Tower Bridge í London, höfuðborg Bretlands. Eigandi: Hjörtur J. Guðmundsson)

HELZTU GREINAR


Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.



Versnandi staða fámennari ríkja ESB

Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.



Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.


Færslur

  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb