Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vilja að ESB fái eigin hersveitir

Posted on 04/09/202113/12/2022 by Fullveldi

Háttsettir embættismenn innan Evrópusambandsins hafa kallað eftir því, í kjölfar þess að talíbanar náðu völdum í Afganistan, að sambandið fái eigin hersveitir sem hægt verði að beita með skömmum fyrirvara hvar sem er í heiminum. Talað hefur verið um allt að 20 þúsund manna herlið í þeim efnum.

Fjallað er um þetta á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph en tillaga í þessum efnum er til umræðu á vettvangi Evrópusambandsins. Ekki er reiknað með að tillagan verði endanlega útfærð fyrr en á næsta ári. Líklega í marz þegar frönsk stjórnvöld fara með forsætið í ráðherraráði sambandsins.

Hugmyndir um Evrópusambandsher hafa lengi verið í umræðunni og hafa samhliða því verið tekin markviss skref í þá átt. Þannig hefur sambandið þegar eigið herráð og hefur á sínum snærum hraðsveitir sem þó hefur aldrei verið beitt. Einkum vegna þess að til þess þarf einróma samþykki ríkja þess.

Haft er eftir Matej Tonin, varnarmálaráðherra Slóveníu, að hugmyndin sé að einungis þurfi samþykki meirihluta ríkja Evrópusambandsins til þess að beita þeim hersveitum sem tillagan snýst um en einróma samþykki ríkja sambandsins hefur jafnt og þétt verið lagt af og heyrir í dag nánast sögunni til.

Fjölmargir forystumenn innan Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við það að sambandið fái eigin her. Þar á meðal núverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Ursula von der Leyen og forveri hennar Jean-Claude Juncker. Þá hafa bæði frönsk og þýzk stjórnvöld stutt þau áform.

Það sem helzt hefur staðið í vegi fyrir því að endanlega yrði til Evrópusambandsher hefur verið andstaða brezkra stjórnvalda við það í gegnum tíðina. Fyrir vikið hefur verið rætt um það að útganga Bretlands úr sambandinu í byrjun síðasta árs kunni að flýta mjög fyrir því að þau áform verði að veruleika.

HJG

(Ljósmynd: Hermenn í hraðsveitum Evrópusambandsins. Eigandi: Þing Evrópusambandsins)


Tengt efni:
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Flýti fyrir Bandaríkjum Evrópu

HELZTU GREINAR


Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.



Versnandi staða fámennari ríkja ESB

Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.



Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.


Færslur

  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb