Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Meiri útflutt fjármálaþjónusta þvert á spár

Posted on 09/09/2021 by Fullveldi

Þvert á spár ýmissra stjórnmálamanna í Bretlandi og forystumanna í brezku atvinnulífi, sem andvígir hafa verið útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, um að hrun yrði í útflutningi á fjármálaþjónustu til sambandsins í kjölfar útgöngunnar jókst útflutningurinn á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.

Bretar gengu formlega úr Evrópusambandinu í lok janúar 2020 en yfirgáfu innri markað og tollabandalag sambandsins um síðustu áramót þegar víðtækur fríverzlunarsamningur við það tók gildi. Samningurinn nær ekki til þjónustuviðskipta en til stóð að semja um þau síðar sem þó hefur ekki skilað árangri. Fyrir vikið hafa brezk stjórnvöld lagt áherzlu á að nýta það frelsi frá regluverki Evrópusambandsins sem útgangan hefur skapað, auka samkeppnishæfni brezks atvinnulífs og sækja fram á öðrum mörkuðum.

Komið verst við fyrirtæki innan ESB

Fram kemur á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph að þannig hafi útflutningur á þjónustu banka, tryggingafélaga og annarra fjármálafyrirtækja í Bretlandi til Evrópusambandsins aukizt um 1,4% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil árið 2019 samkvæmt tölum brezku hagstofunnar. Miðað er við 2019 vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á tölur síðasta árs.

„Tölurnar eru ekki í samræmi við fullyrðingar framkvæmdastjóra og stjórnmálamanna um að útgangan úr Evrópusambandinu myndi rústa möguleikum fjármálahverfisins í London til þess að eiga í viðskiptum við meginlandið,“ segir enn fremur i frétt blaðsins. Þykir þetta ekki sízt áhugavert í ljósi þess að fríverzlunarsamningurinn við sambandið nær ekki til þjónustuviðskipta sem fyrr segir.

Þess í stað virtust fyrirtæki innan Evrópusambandsins hafa orðið fyrir mestum skakkaföllum í kjölfar útgöngu Bretlands. Þannig hafi útflutningur á fjármálaþjónustu frá sambandinu til Bretlands dregizt saman um meira en þriðjung og komið verst niður á fyrirtækjum í Frakklandi, Hollandi og á Írlandi.

Aukinn útflutningur til ríkja utan ESB

Fram kemur í fréttinni að á sama tíma hafi útflutningur á lögfræði-, stjórnunar-, ráðgjafar- og almannatengslaþjónustu frá Bretlandi til ríkja utan Evrópusambandsins aukizt um rúman þriðjung. Þykja tölur hagstofunnar um útflutta fjármálaþjónustu til marks um að brezkt fjármálalíf sé með árangursríkum hætti að aðlagast breyttum aðstæðum í kjölfar útgöngu Breta úr sambandinu.

Verðmæti útfluttrar fjármálaþjónustu nemur 56 milljörðum punda (um 9.900 milljarðar íslenzkra króna) á ári og fer um þriðjungur þjónustunnar til ríkja innan Evrópusambandsins.

HJG

(Ljósmynd: Tower Bridge í London, höfuðborg Bretlands. Eigandi: Hjörtur J. Guðmundsson)


Tengt efni:
„Mikill sigur fyrir unnendur vína“
Hægt að draga verulega úr regluverki
Mjótt á mununum eða ekki?
Vilja ekki ganga aftur í ESB

HELZTU GREINAR


Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.



Versnandi staða fámennari ríkja ESB

Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.



Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.


Færslur

  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb