Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?

Posted on 21/09/202113/12/2022 by Fullveldi

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, er reiðubúinn að deila sæti landsins í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með Evrópusambandinu gegn því að ríki þess styðji áform hans um að sambandið fái endanlega eigin hersveitir. Þetta hefur brezka dagblaðið Daily Telegraph eftir nánum bandamanni forsetans.

Fram kemur í fréttinni að frönsk stjórnvöld hafi lagt stóraukna áherzlu á samruna ríkja Evrópusambandsins á sviði varnarmála í kjölfar þess að ráðamenn í Ástralíu hættu við að kaupa dílselknúna kafbáta af Frökkum og sömdu þess í stað við Bandaríkjamenn um kaup á kjarnorkuknúnum kafbátum auk þess að semja við Bandaríkin og Bretland um varnarsamning. Hafa Frakkar sakað Ástrali um að stinga sig í bakið.

Vaxandi stuðningur hefur verið við það markmið að Evrópusambandið fái eigin her og hafa forystumenn Þýzkaland til að mynda einnig lýst yfir stuðningi við það. Samhliða því hafa verið tekin ýmis skref í þá átt og hefur sambandið þannig til dæmis eigið herráð. Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í byrjun síðasta árs hvarf af sviðinu helzti andstæðingur þess innan sambandsins að það fengi eigin hersveitir.

Fái allt að 20 þúsund manna hraðsveitir

Frönsk stjórnvöld fara með forsætið innan ráðherraráðs Evrópusambandsins á fyrri hluta næsta árs og hafa þau þá í hyggju að leggja meðal annars áherzlu á aukinn samruna í varnarmálum. Tillaga hefur þegar verið lögð fram um að sambandið fái allt að 20 þúsund manna hraðsveitir sem beita megi hvar sem er í heiminum með skömmum fyrirvara en reiknað er með að hún verði tekin formlega fyrir í forsætistíð Frakka.

Rifjað er upp í fréttinni að bæði frönsk og þýzk stjórnvöld hafi kallað eftir því að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins í utanríkismálum innan ráðherraráðsins verði afnumið en málaflokkurinn er einn af fáum þar sem enn er krafizt samþykkis allra ríkja sambandsins. Þess í stað verði miðað við aukinn meirihluta, þar sem einkum er miðað við íbúafjölda ríkjanna, sem þýði aukin áhrif Þjóðverja og Frakka.

Frakkland er eina ríki Evrópusambandsins sem hefur fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eftir að Bretar yfirgáfu sambandið. Evrópusambandið sjálft hefur einungis áheyrnarfulltrúa eins og staðan er í dag. Auk Bretlands og Frakklands eiga Bandaríkin, Kína og Rússland fastafulltrúa í ráðinu.

HJG

(Ljósmynd: Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Eigandi: Syced – Wikimedia Commons)


Tengt efni:
Vilja að ESB fái eigin hersveitir
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Flýti fyrir Bandaríkjum Evrópu

HELZTU GREINAR


Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.



Versnandi staða fámennari ríkja ESB

Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.



Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.


Færslur

  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb