Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Hagstæðara að sigla undir brezkum fána

Posted on 19/01/202222/10/2022 by Fullveldi

Stjórnvöld í Bretlandi hafa í hyggju að bjóða skipafélögum skattaívilnanir ef skip þeirra sigla undir brezkum fána. Nokkuð sem ekki var gerlegt á meðan Bretar voru í Evrópusambandinu og bundnir af regluverki þess. Vegna aðildar Íslands að EES-samningnum eru Íslendingar bundnir af umræddu regluverki sambandsins.

Fram kemur í frétt brezka dagblaðsins Daily Telegraph að til standi að áformin komi til framkvæmda í apríl. Á meðan Bretar voru í Evrópusambandsins var brezkum stjórnvöldum óheimilt að bjóða skipafélögum sem skráðu skip sín í Bretlandi hagstæðari kjör en þeim sem skráðu skip sín annars staðar innan sambandsins.

„Stolt og framúrskarandi siglingaþjóð“

Haft er eftir fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak, í frétt dagblaðsins að skipafélögum, sem fjárfesta í umhverfisvænum skipum, verði einnig veittar skattaívilnanir samkvæmt áformunum. Það sé liður í því að brezk stjórnvöld nái markmiði sínu um að draga alfarið úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2050.

„Bretar hafa alltaf verið stolt og framúrskarandi siglingaþjóð, 95% af vöruviðskiptum okkar fara fram sjóðleiðis. Með útgöngu okkar úr Evrópusambandinu er tímabært að gera enn meira til þess að styðja brezk skipafélög til frekari vaxtar og til þess að geta keppt á alþjóðlegum mörkuðum,“ er einnig haft eftir Sunak.

Reglur ESB binda hendur Íslendinga

Vegna aðildar Íslands að EES-samningnum eru Íslendingar sem fyrr segir í hliðstæðri stöðu og Bretar voru í innan Evrópusambandsins hvað regluverk þess snertir. Ekki sízt af þeim sökum hafa Eimskip og Samskip um árabil skráð skip sín erlendis. Meðal annars í Færeyjum sem hvorki eru aðilar að sambandinu né EES.

„Færeyjar hafa sterkari samkeppnisstöðu en Ísland og Noregur þar sem Færeyjar eru hvorki innan EES né Evrópusambandsins. Þeir þurfa því ekki að innleiða sömu reglur og Ísland og Noregur,“ segir meðal annars um málið í skýrslu sem unnin var um það fyrir Íslandsstofu og gefin út haustið 2014.

Úr 37 skipum undir íslenzkum fána í 0

„Við mat á því hvort íslenzk skipaskrá sé raunhæfur möguleiki verður að líta til þess að íslenzk fyrirtæki hafa kosið að skrá skip sín í ríkjum utan EES og það getur reynzt erfitt að keppa við þau varðandi ívilnanir vegna takmarkana sem EES-samningurinn setur,“ segir í skýrslu fjármálaráðuneytisins frá 2014.

Fram kemur í skýrslunni fyrir Íslandsstofu að árið 1987 hafi Íslendingar átt 50 kaupskip og þar af hafi 37 siglt undir íslenzkum fána. Þeim hafi fækkað verulega á tíunda áratug síðustu aldar og síðasta skipið horfið af íslenzku skipaskránni upp úr aldamótum. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1994.

HJG

(Ljósmynd: Tower Bridge í London, höfuðborg Bretlands. Eigandi: SvG)


Tengt efni:
Fjármagn streymir til Bretlands
Höfuðstöðvar Shell til Bretlands
Vilja refsa Bretum fyrir Brexit
„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“
Fjármálahverfi London heldur stöðu sinni

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb