Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
    • Evrópumál
    • EES
    • Varnarmál
    • Fríverzlun
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vilja refsa Bretum fyrir Brexit

Posted on 01/11/2021 by Fullveldi

Mikilvægt er að senda almenningi í ríkjum Evrópusambandsins skýr skilaboð um það að meira tjón felist í því fyrir ríki að ganga úr sambandinu en að vera áfram innan þess. Þetta kemur fram í bréfi sem Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdstjórnar sambandsins, síðastliðinn fimmtudag. Fjallað var um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph í gær.

Tilefni bréfsins eru deilur stjórnvalda í Frakklandi og Bretlandi um veiðar franskra fiskiskipa í efnahagslögsögu síðarnefnda landsins. Með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu endurheimtu þeir meðal annars stjórn sjávarútvegsmála á brezkum hafsvæðum sem var áður í höndum sambandsins. Hafa ásakanir gengið á víxl á milli Breta og Frakka um brot gegn fríverzlunarsamningi Bretlands og Evrópusambandsins.

Furðar sig á málflutningi ráðherrans

Frönsk stjórnvöld telja ráðamenn í Bretlandi hafa veitt færri frönskum fiskiskipum veiðileyfi en eigi rétt á þeim en þeir síðarnefndu segja öll skip sem uppfylla skilyrði þess að fá leyfi hafa fengið þau. Hafa ráðamenn í París hótað Bretum refsiaðgerðum verði brezkir ráðamenn ekki við kröfum þeirra. Til að mynda að hægja á tollskoðun varnings á leið til Brelands og hækka tolla á raforku til íbúa brezku eyjarinnar Jersey.

Haft er eftir háttsettum heimildarmanni í ríkisstjórn Bretlands að það sæti undrun að frönsk stjórnvöld skuli kalla eftir því opinberlega að Bretum verði refsað fyrir að hafa yfirgefið Evrópusambandið enda sé um að ræða sjónarmið sem ráðherrar í ríkjum þess hafi sjaldnast viðrað á opinberum vettvangi. Yfirleitt hafa pólitískir forystumenn innan sambandsins ekki talað um slíkt til þessa nema innan eigin raða.

Fram kemur í frétt brezka blaðsins að til þessa hafi einungis stjórnvöld á Írlandi lýst opinberlega yfir stuðningi við kröfur franskra ráðamanna á hendur Bretum í fiskveiðideilunni. Á hinn bóginn hafi stjórnvöld í Þýzkalandi sagt frönskum ráðamönnum að halda sig til hlés og eftirláta fulltrúum brezkra stjórnvalda og Evrópusambandsins að finna lausn á deilunni. Nokkuð sem hafi verið talsvert áfall fyrir franska ráðamenn.

Móttækilegt fyrir málflutningi Frakka

Hins vegar segir Daniel Hannan, sem sat á þingi Evrópusambandsins fyrir brezka Íhaldsflokkinn í rúma tvo áratugi, í grein á vefsíðu Daily Telegraph að miðað við reynzluna til þessa telji hann að sambandið muni þegar upp verði staðið taka upp hanzkann fyrir frönsk stjórnvöld í deilunni við Breta. Þannig hafi ráðamenn í Brussel til þessa ekki vílað fyrir sér að styðja rangan málstað ríkja sinna í deilum við önnur ríki.

Forsætisráðherra Frakklands sé ekki með bréfi sínu að óska eftir stuðningi Evrópusambandsins með þeim rökum að frönsk stjórnvöld hafi rétt fyrir sér í deilunni við Bretland heldur á þeim forsendum að sýna verði ríkjum sambandsins fram á að það sé verra að yfirgefa það en vera áfram innanborðs. Hannan segist telja að ráðamenn Evrópusambandsins muni reynast móttækilegir fyrir þeim málflutningi ráðherrans.

HJG

(Ljósmynd: Eiffel-turninn í París, höfuðborg Frakklands. Eigandi: Hjörtur J. Guðmundsson)


Tengt efni:
„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“
Fjármálahverfi London heldur stöðu sinni
Meiri útflutt fjármálaþjónusta þvert á spár
„Mikill sigur fyrir unnendur vína“
Hægt að draga verulega úr regluverki

HELZTU GREINAR


Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel

„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í ræðu á fjölmennum fundi í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, 30. ágúst 2018 þar sem hann hafði uppi þung varnaðarorð varðandi aðild Íslands að EES-samningnum og með hvaða hætti hann hefði þróast.



Fullkomin uppgjöf

Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir bráðum 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn með þeim hætti sem nú stendur til af hálfu stjórnvalda. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð.



Vantreysta ESB í varnarmálum

„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn.



Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.


Færslur

  • Hvað er þá að Viðreisn?
  • Krafa þjóðarinnar?
  • Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel
  • Flóknara en góðu hófi gegnir
  • Fjarar undan tveggja stoða kerfinu
  • „Stjórnsýsla Íslands er lítil“
  • Fullkomin uppgjöf
  • Hin stórkostlegu tíðindi
  • Meirihluti íþyngjandi löggjafar í gegnum EES
  • Vantreysta ESB í varnarmálum
  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb