Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Frjáls og fullvalda þjóð

Posted on 01/12/2021 by Fullveldi

Fullveldisdagurinn er í dag en á þessum degi árið 1918 varð Ísland sem kunnugt er frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna við Danmörku. Lýðveldið var síðan stofnað 17. júní 1944. Höfðu Íslendingar þá verið undir erlendri yfirstjórn í rúma sex og hálfa öld. Fyrst norskri og síðar danskri.

Hér fyrir neðan eru nokkrar valdar tilvitnanir í valinkunna einstaklinga í tilefni dagsins:

„Veraldarsagan ber ljóst vitni þess að hverri þjóð hefir þá vegnað bezt þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína og sem flestir kraftar hafa verið á hræringu.“ Jón Sigurðsson forseti.

„Fylkið ykkur jafnan undir merki þeirra, er vilja vernda og efla íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu, og reynið ávallt að fylgja málstað þeirra sem berjast fyrir því sem er rétt, gott og fagurt.“ Margrét Jónsdóttir, skáld og höfundur ljóðsins Ísland er land þitt.

„Ranghverfð og öfugsnúin ættjarðarást hefur oft verið höfð við undirgosið, þegar blásið var að glóðum ófriðar. Slíkt er auðvitað að afhenda fjandanum góða Guðs gjöf …“ Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup Íslands.

„Við þurfum að gera skýran greinarmun á heilbrigðri ættjarðarást annars vegar, virðingu fyrir landi og sögu og gleði yfir þeim góðu þáttum sem sameina okkur, og þjóðrembu hins vegar, drambi og tortryggni í garð annarra, öfgahyggju og þröngsýni.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

„Á þessum þjóðfrelsisdegi heiðrum við minningu þeirra ótöldu Íslendinga sem í orði og verki lögðu grunn að því þjóðríki sem við tókum í arf. Það er okkar að gæta fengins frelsis og við megum ekki gleyma liðinni tíð og tapa áttum. Staðfastur vilji til að ráða lífi okkar og gerðum skiptir meginmáli.“ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

(Ljósmynd: Stjórnarráðshúsið baðað í íslenzku fánalitunum. Eigandi: Hjörtur J. Guðmundsson)

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb