Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Ríkisstjórn Þýzkalands vill evrópskt sambandsríki

Posted on 08/01/202213/12/2022 by Fullveldi

Meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýzkalands, sem samanstendur af Jafnaðarmannaflokknum, Græningjum og Frjálslyndum demókrötum og tók við völdum í byrjun desember, er að áfram verði unnið að því markmiði að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki.

Þannig segir í stjórnarsáttmálanum að þýzka ríkisstjórnin vilji nýta yfirstandandi ráðstefnu Evrópusambandsins um framtíð þess (e. Conference on the Future of Europe) til þess að gera umbætur á sambandinu. Stjórnin styðji það að gerðar verði breytingar á sáttmálum þess til þess að ná umræddu markmiði.

„Föderalen europäischen Bundesstaat“

„Ráðstefnan ætti að leiða til stjórnskipulegs ferlis og áframhaldandi þróunar í átt að evrópsku sambandsríki,“ segir í stjórnarsáttmálanum eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Þá er enn fremur rætt í sáttmálanum um að Evrópusambandið þurfi að verða leiðandi afl í heiminum.

Fjallað er meðal annars um málið á evrópska fréttavefnum Euractiv þar sem til að mynda er vitnað í Olaf Scholz, nýjan kanzlara Þýzkalands, þess efnis að fullvalda Evrópusamband sé lykilatriði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar hans. Þá eru rifjuð upp fleiri fyrri ummæli Scholz í þá veru að til verði eitt sambandsríki.

Forystumenn ítrekað kallað eftir sambandsríki

Forystumenn í þýzkum stjórnmálum, líkt og í ófáum öðrum ríkjum Evrópusambandsins, hafa í gegnum tíðina ítrekað kallað eftir því að sambandinu verði endanlega breytt í eitt ríki. Þar á meðal Gerhard Schröder, sem var síðasti kanzlari Þýzkalands úr röðum jafnaðarmanna áður en Scholz tók við embættinu.

Hið sama á til dæmis við um Joschka Fischer, sem gegndi embætti utanríkisráðherra og varakanzlara í ríkisstjórn Schröders fyrir Græningja, Ursulu von der Leyen, núverandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlara Þýzkalands.

Fyrsta sinn í þýzkum stjórnarsáttmála

Forveri Scholz, Angela Merkel, kaus hins vegar að ganga ekki mikið lengra en að tala um „politische Union“ sem þó er allajafna skilgreining á ríki sem samsett er úr minni ríkjum. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem lýst er yfir stuðningi við það að Evrópusambandið verði að einu ríki í þýzkum stjórnarsáttmála.

Forsenda þess að Evrópusambandið verði endanlega að einu ríki er einróma samþykki ríkja þess. Hins vegar er ljóst að helzta fyrirstaðan í þeim efnum er úr sögunni með útgöngu Breta úr sambandinu. Þá eru ófá dæmi um að mjög umdeild mál hafi að lokum verið samþykkt þrátt fyrir mikla andstöðu á fyrri stigum.

HJG

(Ljósmynd: Olaf Scholz, kanzlari Þýzkalands. Eigandi: Christoph Braun)


Tengt efni:
Stærstu ríkin í algerri yfirburðastöðu
Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?
Vilja að ESB fái eigin hersveitir
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb