„Horft raunsætt á málið mun þetta snúast um það að reyna að halda sjó og ströggla frá einni krísu til þeirrar næstu. Það er erfitt að spá fyrir um það hversu lengi þetta mun halda áfram með þeim hætti en það getur ekki gengið þannig endalaust,“ sagði dr. Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, í samtali við brezka dagblaðið Daily Telegraph í október 2016. Skírskotaði hann þar til evrusvæðisins og alvarlegra veikleika í umgjörðinni í kringum evruna sem enn hafa ekki verið lagfærðir.
Milljarðatugir Jóns Baldvins
Fyrir helgi birtist athyglisverð grein á Vísir.is eftir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, þar sem hann hélt því fram að árlegur efnahagslegur ávinningur Íslands af aðildinni að EES-samningnum hafi numið 52 milljörðum króna. Vísaði hann þar til rannsóknar þýzku stofnunarinnar Bertelsmann Stiftung frá árinu 2019 sem fjallað er um í skýrslu starfshóps undir forystu Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra. Tilefni greinarinnar var hátíðarfundur Háskóla Íslands á dögunum vegna 30 ára afmælis samningsins.
Hengd á klafa hnignandi markaðar
„Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir meðal annars í skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir framkvæmdastjórn sambandsins um stöðu innri markaðar þess og gefin var út í apríl síðastliðnum. Þar kemur meðal annars fram að efnahagslega hafi Evrópusambandið dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum.
Málið sem þolir ekki ljósið
Fyrir einu og hálfu ári var reynt að keyra lagafrumvarp um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu vegna aðildarinnar að EES-samningnum gagnvart innlendri lagasetningu í gegnum Alþingi undir forystu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Vonazt var til þess að málið vekti sem minnsta athygli. Það mistókst. Til stendur nú að reyna það aftur.
Hverfist allt um lokamarkmiðið
Mjög langur vegur er frá því að Evrópusambandið snúist einungis um markaðs- og gjaldmiðilsmál líkt og gjarnan mætti halda miðað við málflutning ófárra talsmanna inngöngu Íslands í sambandið. Jafnvel mætti stundum ætla að Evrópusambandið væri ekki annað en gjaldmiðill miðað við þann málflutning. Raunin er hins vegar sú að evran og flest eða allt annað sem viðkemur sambandinu er fyrst og fremst liður í lokamarkmiði samrunaþróunarinnar innan þess og forvera þess frá upphafi. Að til verði að lokum evrópskt sambandsríki.
Fær prik fyrir hreinskilnina
Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Þá eru ríki á jaðri sambandsins mun líklegri en önnur til þess að hafa hagsmuni sem ekki eiga samleið með hagsmunum fjölmennustu ríkja þess.
Telja Brussel vera langt í burtu
„Ég held að margir Danir hafi þá upplifun að þetta sé langt í burtu, bæði Evrópusambandið og Brussel,“ sagði Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 Nord skömmu áður en kosið var til þings sambandsins í júní. Sagðist hún sem forsætisráðherra hafa ákveðinn skilning á því en fréttamaðurinn hafði spurt hana út í takmarkaðan áhuga Dana á kosningunum.
Spurning sem ekki er hægt að svara?
Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir.
Tala eingöngu um vextina
Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar.
Tugir milljarða evra til Pútíns
Frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hafa ríki Evrópusambandsins greitt um 200 milljarða evra (um 30.600 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt frétt fréttavefsins Euractiv 14. ágúst. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra samkvæmt gögnum á vefsíðu þess. Talið er að á þessu ári muni ríkin kaupa rússneska orku fyrir um 30 milljarða evra.