Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
    • Evrópumál
    • EES
    • Varnarmál
    • Fríverzlun
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Hvað er þá að Viðreisn?

Posted on 24/11/202324/11/2023 by Fullveldi

„Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári.

Krafa þjóðarinnar?

Posted on 03/11/202303/11/2023 by Fullveldi

Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar.

Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel

Posted on 24/10/202328/11/2023 by Fullveldi

„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í ræðu á fjölmennum fundi í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, 30. ágúst 2018 þar sem hann hafði uppi þung varnaðarorð varðandi aðild Íslands að EES-samningnum og með hvaða hætti hann hefði þróast.

Flóknara en góðu hófi gegnir

Posted on 12/10/202312/10/2023 by Fullveldi

Mikilvægt er að einfalda regluverk um fjármálamarkaði hér á landi með það að markmiði að gera það skilvirkara og skiljanlegra. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, í viðtali í ViðskiptaMogganum á dögunum. Sagði hann regluverkið, sem teldi tugþúsundir blaðsíðna af tilskipunum, lögum, reglugerðum og tilmælum, að mörgu leyti orðið of viðamikið.

Fjarar undan tveggja stoða kerfinu

Posted on 13/09/202313/09/2023 by Fullveldi

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sem fram fór nýverið áréttaði meðal annars þá stefnu flokksins að framsal valdheimilda til stofnana Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn væri óheimil ef það bryti gegn tveggja stoða kerfi samningsins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafði áður ályktað á sama hátt á síðasta ári og enn fremur að tryggja þyrfti framkvæmd EES-samningsins á grundvelli tveggja stoða kerfisins.

„Stjórnsýsla Íslands er lítil“

Posted on 07/09/202321/09/2023 by Fullveldi

Fjallað var um umfang stjórnarráðsins á Íslandi í fjölmiðlum á dögunum og ekki sízt þá staðreynd að samanlagt störfuðu rúmlega 700 manns í ráðuneytum landsins. Full ástæða er til slíkrar umfjöllunar og um leið er vert að hafa í huga þá staðreynd að kæmi til inngöngu í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi það fyrir utan annað hafa í för með sér umfangsmikla útþenslu stjórnsýslunnar hér á landi.

Fullkomin uppgjöf

Posted on 01/09/202301/09/2023 by Fullveldi

Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir bráðum 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn með þeim hætti sem nú stendur til af hálfu stjórnvalda. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð.

Hin stórkostlegu tíðindi

Posted on 11/08/2023 by Fullveldi

Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins.

Posts navigation

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • …
  • 14
  • Next

HELZTU GREINAR


Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel

„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í ræðu á fjölmennum fundi í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, 30. ágúst 2018 þar sem hann hafði uppi þung varnaðarorð varðandi aðild Íslands að EES-samningnum og með hvaða hætti hann hefði þróast.



Fullkomin uppgjöf

Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir bráðum 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn með þeim hætti sem nú stendur til af hálfu stjórnvalda. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð.



Vantreysta ESB í varnarmálum

„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn.



Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.


Færslur

  • Hvað er þá að Viðreisn?
  • Krafa þjóðarinnar?
  • Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel
  • Flóknara en góðu hófi gegnir
  • Fjarar undan tveggja stoða kerfinu
  • „Stjórnsýsla Íslands er lítil“
  • Fullkomin uppgjöf
  • Hin stórkostlegu tíðindi
  • Meirihluti íþyngjandi löggjafar í gegnum EES
  • Vantreysta ESB í varnarmálum
  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb