Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni liggur fyrir að við Íslendingar myndum alltaf greiða miklu meira til sambandsins en við fengjum til baka frá því í formi styrkja. Þetta hafa verið niðurstöður allra rannsókna sem gerðar hafa verið í þeim efnum. Við yrðum þannig á meðal þeirra ríkja innan Evrópusambandsins sem eru svonefndir nettó-greiðendur til þess.
Færeyingar vissulega til fyrirmyndar
Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins.
Höfðu algerlega rétt fyrir sér
„Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Helzt væri það ef efnahagsástandið yrði enn verra en það varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“
Tíminn vinnur ekki með þeim
Haustið 2022 ritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, grein í Fréttablaðið þar sem hún hvatti Evrópusambandssinna til þess að ganga til liðs við flokkinn þar sem hann yrði einn um það að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá næstu stjórnarmyndunarviðræðna. Tilefnið var ákvörðun forystu Samfylkingarinnar að leggja áherzlu flokksins á inngöngu í sambandið til hliðar. Fylgi Samfylkingarinnar hefur síðan stóraukizt á meðan fylgi Viðreisnar hefur staðið nokkurn veginn í stað.
Klæðaleysi keisarans
Hvar væri maður ef ekki væri fyrir menn eins og Ole Anton Bieltvedt sem veitir manni hvert tilefnið á fætur öðru til þess að stinga niður penna og fjalla um Evrópumálin. Málaflokk sem varðar mikilvæga hagsmuni okkar enda snýst hann fyrst og fremst um það hvort við förum áfram með valdið yfir okkar eigin málum eða framseljum það til Evrópusambandsins þar sem vægi okkar færi einkum eftir íbúafjölda landsins.
Hvernig og hvenær en ekki hvort
Venjulega þykir það góður siður að lesa greinar sem maður hyggst svara áður en maður svarar þeim. Hins vegar má ljóst vera að sumir hafa það ekki að leiðarljósi. Til að mynda minn góði vinur Ole Anton Bieltvedt. Ég fjallaði þannig um það í grein á Vísir.is í gær að reglur Evrópusambandsins væru óumsemjanlegar þegar ný ríki gengju þar inn. Þar vitnaði ég beint til orða sambandsins sjálfs, nánar tiltekið bæklings sem það hefur gefið út til þess að útskýra inngönguferlið. Ole hefði ljóslega afar gott af því að kynna sér efni hans.
Reglurnar eru óumsemjanlegar
Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið.
Þegar rökin skortir
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins.
„Þið vitið hvað þið væruð að fara út í“
Fyrir fjórum árum síðan samþykktu ríki Evrópusambandsins að komið yrði á viðamiklu styrktarkerfi vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk, Austurríki, Holland og Svíþjóð höfðu barizt gegn kerfinu en drógu síðan í land og beittu sér einkum gegn því með stuðningi Þýzkalands og síðar Finnlands að það byggði á sameiginlegri skuldaábyrgð ríkjanna. Hins vegar rann andstaða þeirra alfarið út í sandinn eftir að þýzk stjórnvöld ákváðu vorið 2020 að styðja kerfið og skuldaábyrgðina í kjölfar samkomulags við franska ráðamenn.
Kaupin á eyrinni
Fremur erfitt er að taka ekki íbúafjölda Íslands inn í myndina í umræðum um Evrópusambandið þegar fyrir liggur að mælikvarðinn á vægi ríkja innan sambandsins er fyrst og fremst hversu fjölmenn þau eru. Hér er einfaldlega um að ræða reglur Evrópusambandsins sem kveðið er á um í Lissabon-sáttmála þess og við Íslendingar værum lagalega bundnir af ef til þess kæmi á einhverjum tímapunkti að við gengjum í sambandið. Þessar reglur eru ekki upp á punt heldur ráða því í langflestum tilfellum hvað nær fram að ganga innan þess.