Mjög athyglisverð grein birtist í Morgunblaðinu síðasta sumar eftir dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, en þar kom meðal annars fram að dómstóll Evrópusambandsins hefði nánast hætt réttarfarslegu samtali við EFTA-dómstólinn við framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta áréttaði hann síðan í annarri grein sem birtist í blaðinu 15. marz síðastliðinn. Vísaði Baudenbacher þar…
Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra…
Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu. Í samræmi við það hefur á undanförnum árum…
Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of…
Stefnt að einu ríki frá upphafi
Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki…
Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga…
Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur…
Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
Fróðleg skýrsla var gefin út af bandarísku hugveitunni Center for Strategic and International Studies (CSIS) sumarið 2016 þar sem fjallað er um umferð rússneskra kafbáta um Norður-Atlantshafið. Er í skýrslunni lagt mat á áform stjórnvalda í Rússlandi í þeim efnum, getu rússneska sjóhersins sem og möguleika og getu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) í heild til…