Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
    • Evrópumál
    • EES
    • Varnarmál
    • Fríverzlun
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Posted on 10/12/202228/11/2023 by Fullveldi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.

„Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“

Posted on 08/12/202208/12/2022 by Fullveldi

Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn.

Með hálfan þingmann á Alþingi

Posted on 07/12/202210/12/2022 by Fullveldi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.

Ljósmynd/Hjörtur J. Guðmundsson

Frelsið til þess að ráða eigin málum

Posted on 01/12/202201/12/2022 by Fullveldi

Við minnumst þess í dag að 104 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Þann 1. desember 1918 endurheimtu Íslendingar loks frelsi sitt eftir að hafa lotið stjórn erlendra ríkja í rúmlega sex og hálfa öld. Þetta var uppskera frelsisbaráttu þjóðarinnar sem háð hafði verið áratugina á undan. Þann 17. júní 1944 varð Ísland síðan lýðveldi þegar konungssambandi landsins við Danmörku var formlega slitið.

Hlutleysi veitir enga vörn

Posted on 28/11/202228/11/2023 by Fullveldi

Fyrir margt löngu er ljóst orðið að hlutleysisstefnan, sem Svíþjóð og Finnland fylgdu allavega í orði kveðnu unz ríkin tvö sóttu um aðild að NATO fyrr á þessu ári, veitir alls enga vörn þegar hernaðarátök eru annars vegar. Þá einkum vegna þess að framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysi viðkomandi ríkja sem sagan sýnir að hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin.

Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?

Posted on 16/11/202216/11/2022 by Fullveldi

Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða að ríkisábyrgð verði sett á bankainnistæður upp á um eitt þúsund milljarða króna. Málið snýst í raun um kjarna Icesave-málsins enda ljóst að hefði umrædd löggjöf verið í gildi hér á landi þegar málið kom upp á sínum tíma hefði það tapast.

Viðreisn og báknið

Posted on 09/11/202209/11/2022 by Fullveldi

Margt áhugavert má finna í gögnum Evrópusambandsins í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið frá 2009. Ekki sízt um það hvað það hefði haft í för með sér fyrir Ísland að ganga þar inn. Þar kemur meðal annars fram að innganga í Evrópusambandið hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu inngöngunni.

Setur Viðreisn í vanda

Posted on 31/10/202207/11/2022 by Fullveldi

Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður.

Posts navigation

  • Previous
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • …
  • 14
  • Next

HELZTU GREINAR


Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel

„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í ræðu á fjölmennum fundi í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, 30. ágúst 2018 þar sem hann hafði uppi þung varnaðarorð varðandi aðild Íslands að EES-samningnum og með hvaða hætti hann hefði þróast.



Fullkomin uppgjöf

Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir bráðum 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn með þeim hætti sem nú stendur til af hálfu stjórnvalda. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð.



Vantreysta ESB í varnarmálum

„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn.



Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.


Færslur

  • Hvað er þá að Viðreisn?
  • Krafa þjóðarinnar?
  • Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel
  • Flóknara en góðu hófi gegnir
  • Fjarar undan tveggja stoða kerfinu
  • „Stjórnsýsla Íslands er lítil“
  • Fullkomin uppgjöf
  • Hin stórkostlegu tíðindi
  • Meirihluti íþyngjandi löggjafar í gegnum EES
  • Vantreysta ESB í varnarmálum
  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb