Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

„Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“

Posted on 05/07/2021 by Fullveldi

„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum,“ sagði Uffe-Ellemann Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, við mbl.is í marz 2017 en hann hefur lengi hvatt til inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Vitanlega er Evr­ópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“

Talsvert hefur verið rætt um það á liðnum árum, í röðum þeirra sem vilja að Íslandi gangi í Evrópusambandið, að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema með því að sækja um inngöngu og „fá samning á borðið.“ Þetta hefur reyndar þótt nokkuð sérstakur málflutningur í ljósi þess að þeir sem boðið hafa upp á hann hafa í flestum tilfellum sjálfir fyrir löngu tekið einarða afstöðu með inngöngu í Evrópusambandið.

Fyrirvaralaus stuðningur við inngöngu í ESB

Til að mynda setja þeir tveir stjórnmálaflokkar sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisn og Samfylkingin, enga fyrirvara í þeim efnum í stefnur sínar. Þannig segir einfaldlega í stefnu Viðreisnar að Ísland eigi að ganga í sambandið að mati flokksins. Ekkert er minnzt á það að fyrst þurfi að kanna hvað sé í boði og að forsenda inngöngu sé sú að tilteknum markmiðum verði náð í viðræðum við það.

Hiðstæða sögu er að segja af stefnu Samfylkingarinnar. Þar segir einfaldlega að flokkurinn stefni að inngöngu í Evrópusambandið. Engir fyrirvarar eru settir um að fyrst þurfi að kanna hvað í henni felist. Samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, Já Ísland, eru engin undantekning frá þessu og segir þannig á facebooksíðu þeirra að félagsmenn séu sammála um það að Íslandi sé betur borgið innan sambandsins.

Skoðanakannanir sem ekki er hægt að svara?

Við þetta má bæta að Já Ísland hefur á liðnum árum ítrekað greitt fyrir gerð skoðanakannana þar sem spurt hefur verið að því hvort fólk vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki. Með öðrum orðum hefur verið spurt spurningar sem samtökin hafa á sama tíma viljað meina að fólk geti ekki svarað án þess að samningur við sambandið liggi fyrir. Þessi málflutningur gengur vitanlega engan veginn upp.

Þannig virðast þeir einu sem geta tekið afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið að mati umræddra aðila án samnings við sambandið vera þeir sem hlynntir eru því að ganga þar inn. Komist fólk að annarri niðurstöðu er hún greinilega ekki marktæk. Sjálft er Evrópusambandið reyndar þekkt fyrir að láta kjósa ítrekað um samrunaskref innan sambandsins þar til fólk kemst að réttri niðurstöðu að mati þess.

Spil Evrópusambandsins þegar á borðinu

Staðreyndin er sú að það er vitanlega ekkert leyndarmál hvað felst í inngöngu í Evrópusambandið eins og Jensen benti réttilega á. Það sama gerði til að mynda Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, í viðtali við Morgunblaðið 2009 spurður hvort spilin yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað í boði væri eftir að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sótti um inngöngu:

„Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Innan þess ramma verða allir samningar um inngöngu ríkja í Evrópusambandið að rúmast. Þá einkum og sér í lagi innan meginreglna sambandsins, það er að segja sáttmála þess. Ljóst er að frá þeim verða engar varanlegar undanþágur veittar.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Ljósmynd: Uffe-Ellemann Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Eigandi: Evgenia Levin – Baltic Development Forum – Creative Commons Attribution 2.0 Generic)

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
  • Stjórnsýslan kvartar undan flóknu regluverki
  • Háð bæði Kína og Rússlandi
  • Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb