Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik

Posted on 20/03/202222/10/2022 by Fullveldi

Fróðleg skýrsla var gefin út af bandarísku hugveitunni Center for Strategic and International Studies (CSIS) sumarið 2016 þar sem fjallað er um umferð rússneskra kafbáta um Norður-Atlantshafið. Er í skýrslunni lagt mat á áform stjórnvalda í Rússlandi í þeim efnum, getu rússneska sjóhersins sem og möguleika og getu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) í heild til þess að bregðast við.

Lagðar eru fram tillögur í skýrslunni að því með hvaða hætti NATO og bandamenn þess geti brugðist við þessari áskorun og var ein tillagan á þá leið að rétt væri að opna aftur varnarstöðina á Íslandi, sem lokað var einhliða af bandarískum stjórnvöldum árið 2006, til þess að hægt væri að hafa betra eftirlit með umferð rússneskra kafbáta í kringum landið. Hentugast væri að sinna slíku eftirliti frá Íslandi.

„NATO getur bætt aðstöðu sína í kafbátavörnum með því að tryggja að réttur viðbúnaður sé á réttum stöðum á réttum tíma með því að opna á nýjan leik varnarstöðina í Keflavík á Íslandi og hvetja norsk stjórnvöld til þess að endurheimta og opna á ný kafbátaþjónustustöðina í Olavsbern í Noregi,“ segir þannig í tillögum CSIS um það hvernig rétt væri að bregðast við aukinni umferð rússneskra kafbáta.

Verkefnastjóri skýrslunnar og einn höfunda efnis hennar var dr. Kathleen H. Hicks sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri alþjóðaöryggismála hjá CSIS en gegnir í dag embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn Josephs R. Biden Bandaríkjaforseta. Hicks hafði áður gegnt ýmsum háttsettum stöðum í varnarmálaráðuneytinu í forsetatíð Baracks Obama.

HJG

(Ljósmynd: Kathleen H: Hicks, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eigandi: Zachary Wheeler/Defense Business Board)


Tengt efni:
Vaxandi samvinna í varnarmálum
Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?
Vilja að ESB fái eigin hersveitir
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Sama gamla stefnan í grunninn

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb