Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“

Posted on 17/10/202122/10/2022 by Fullveldi

Fjöldi gámaflutningaskipa liggur fyrir utan höfnina og bíður þess að vera affermdur. Um marga tugi skipa er að ræða sem beðið hafa vikum saman eftir því að röðin komi að þeim. Svona hefur ástandið verið mánuðum saman. Ekki tekur betra við þó varningurinn komist á land. Mikill skortur á vöruflutningabílstjórum gerir það að verkum að mjög langan tíma tekur einnig að koma gámunum frá höfninni um borð í vöruflutningalestir.

Fjallað er um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph. Hins vegar er ekki verið að lýsa aðstæðum í Bretlandi, eins og einhverjir kynnu að halda miðað við fréttaflutning sumra fjölmiðla, heldur fyrir utan borgirnar Los Angeles og Long Beach í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum þar sem finna má stærstu og næststærstu höfn landsins. Þriðjungur alls vöruinnflutnings til Bandaríkjanna sjóleiðina fer í gegnum hafnirnar tvær.

Vandamál um alla heimsbyggðina

Talsvert hefur verið fjallað um það í brezkum fjölmiðlum, einkum þeim sem andvígir eru útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, að flutningar á vörum til og frá landinu og skortur á þeim í ýmsum verzlunum sé afleiðing ákvörðunar Bretar að segja skilið við það. Hins vegar hefur reynzt erfiðara að skýra hvers vegna sömu vandamál eru til staðar víða í þeim ríkjum sem enn eru innan sambandsins eins og til dæmis í Þýzkalandi.

Raunveruleikinn er sá að um vandamál á heimsvísu er að ræða sem er að mati þeirra sem bezt þekkja til fyrst og fremst afleiðing þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á flutningakerfi heimsbyggðarinnar. Kerfið hafi þannig riðlast vegna faraldursins og það viðkvæma jafnvægi sem er allajafna fyrir hendi í þeim efnum farið úr skorðum. Engan veginn sé hægt að segja að þessi vandamál séu einskorðuð við Bretland.

Vandinn ekki mestur í Bretlandi

„Langur vegur er frá því að Bretland glími eitt við þessi vandamál. Slík vandamál hafa verið fyrir hendi í Rotterdam, Hamborg og Antwerpen. Við höfum ekki orðið eins illa fyrir barðinu á þessu og sumar hafnir þar sem miklu umfangsmeiri flutningar fara í gegn en hjá okkur og gámar hafa þurft að bíða mun lengur,“ er haft eftir Richard Ballantyne, framkvæmdastjóra British Ports Association, í frétt brezka blaðsins.

„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit [útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu], ekki frekar en vandamálið tengt skorti á vöruflutningabílstjórum, og það er ekki réttmætt að segja að ástæðan fyrir þessu sé landamæraeftirlit í kjölfar þess að sagt var skilið við sambandið,“ segir Ballantyne enn fremur. Vinsælt hefur þó verið hjá andstæðingum útgöngunnar að eigna henni flest þau vandamál sem upp hafa komið.

HJG

(Ljósmynd: Flutningaskipið Aruna. Eigandi: Bernard Spragg)


Tengt efni:
Fjármálahverfi London heldur stöðu sinni
Meiri útflutt fjármálaþjónusta þvert á spár
„Mikill sigur fyrir unnendur vína“
Hægt að draga verulega úr regluverki
Mjótt á mununum eða ekki?

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb