Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Hið íslenzka þjóðvinafélag og stjórnarskráin

Posted on 14/01/202222/10/2022 by Fullveldi

Markmið Hins íslenzka þjóðvinafélags, sem stofnað var árið 1871 af Jóni Sigurðssyni og sextán öðrum alþingismönnum, var „að reyna með sameiginlegum kröptum að halda uppi þjóðréttindum Íslendínga, efla samheldi og stuðla til framfara landsins og þjóðarinnar í öllum greinum. Einkanlega vill félagið kappkosta, að vekja og lífga meðvitund Íslendínga um, að þeir sé sjálfstætt þjóðfélag, og hafi því samboðin réttindi,“ líkt og fram kemur í lögum félagsins frá 1873 sem enn eru í fullu gildi.

Með skírskotun til þjóðréttinda Íslendinga var fyrst og fremst vísað til réttinda þjóðarinnar til þess að fara með stjórn eigin mála í stað þess að vera gert að lúta yfirstjórn erlendra valdhafa líkt og þá var enn raunin og verið hafði aldirnar á undan. Til þess að ná þessu markmiði var kallað eftir því að Ísland fengi stjórnarskrá sem veitti Íslendingum „fullt stjórnfrelsi í öllum íslenzkum málum, alþíng með löggjafarvaldi og fullu fjárforræði, og landstjórn í landinu sjálfu með fullri lagalegri ábyrgð fyrir alþíngi.“

Markmiðið um stjórn eigin mála þegar í höfn

Markmiði Hins íslenzka þjóðvinafélags, um að Íslendingar færu með stjórn eigin mála, var náð fyrir margt löngu eins og velþekkt er. Þá fyrst og fremst með fullveldi Íslands fyrir rúmri öld síðan. Ekki virðast þó allir vera með þetta á hreinu. Þar á meðal sumir sem sæti eiga á Alþingi. Þannig lögðu tveir alþingismenn, þeir Andrés Ingi Jónsson í Pírötum og Jóhann Páll Jóhannsson í Samfylkingunni, það til á aðalfundi félagsins um miðjan desember að samþykkt yrði ályktun þar sem kallað væri eftir nýrri stjórnarskrá.

Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnarskrá sem slík var ljóslega aldrei markmið Hins íslenzka þjóðvinafélag heldur var hún einungis hugsuð sem verkfæri til þess að ná markmiðum félagsins. Það er fyrst og fremst að tryggja það að Íslendingar færu með stjórn eigin mála sem gildandi stjórnarskrá lýðveldisins gerir sannarlega og því ljóst að því markmiði hefur, sem fyrr segir, þegar fyrir löngu verið náð. Með öðrum orðum er það innihaldið sem skipti máli í þeim efnum en ekki umbúðirnar.

Tillaga þvert á meginmarkmið félagsins

Tillögu þingmannanna tveggja var því eðlilega vísað frá á aðalfundi Hins íslenzka þjóðvinafélags enda engan veginn í samræmi við tilgang og markmið félagsins. Hvorki í upphafi né í seinni tíð þegar starfsemi þess hefur einkum snúið að menningarlegum málefnum. Mátti helzt skilja á tillögu þeirra að Ísland væri enn undir stjórn danskra embættis- og stjórnmálamanna og að landið hefði aldrei fengið stjórnarskrá eða orðið fullvalda. Ekkert hefði þannig breytzt í þeim efnum undanfarna hálfa aðra öld.

Hitt er svo annað mál að tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, sem ráðinu var raunar aldrei falið að semja, gengur í raun þvert á meginmarkmið Hins íslenzka þjóðvinafélags með ákvæði sem felur í sér lögleiðingu á framsali valds yfir íslenzkum málum úr landi. Þá er allavega annar þingmaðurinn, ef ekki báðir, hlynntur inngöngu í Evrópusambandið sem myndi fela í sér framsal valds yfir flestum íslenzkum málum og sífellt fleirum og sem stefnt hefur verið að því frá upphafi að verði að einu ríki.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Ljósmynd: Styttan af Jóni Sigurðssyni forseta á Austurvelli í Reykjavík. Eigandi: Hjörtur J. Guðmundsson)


Tengt efni:
„Þetta vill meirihluti þjóðarinnar!“
„Skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands“
Frjáls og fullvalda þjóð
Sjávarútvegsmálin ekki mikilvæg?
Var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb