Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Hátt raforkuverð líklega út árið

Posted on 07/02/202222/10/2022 by Fullveldi

Miklar líkur eru á því að raforkuverð í Noregi haldist áfram hátt út þetta ár samkvæmt spá NVE, norsku vatns- og orkustofnunarinnar, og að vetrarverð gildi yfir sumartímann. Verð á raforku í landinu hefur náð sögulegum hæðum í vetur einkum vegna mikilla verðhækkana á orkumarkaði Evrópusambandsins.

Tengslin á milli Noregs og Evrópusambandsins í þessum efnum byggjast annars vegar á aðild landsins að EES-samningnum og hins vegar sæstrengjum fyrir rafmagn sem liggja á milli þess og sambandsins. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins verður sama verðlagning fyrir vikið að gilda í Noregi og innan sambandsins.

Skynsamlegt að búast við hærra orkuverði

Haft er eftir Ingu Nordberg, deildarstjóra hjá NVE, á fréttavef norska ríkisútvarpsins NRK að Norðmenn verði að búa sig undir miklu hærra raforkuverð en þeir hafi vanizt hingað til. Venjulega lækki verð þegar vori og sú verði væntanlega að einhverju marki einnig raunin í ár en verðlag verði þó líklega áfram hátt.

Spurð hvort búast megi þar með við vetrarverðum í sumar segir Nordberg: „Já, ég held að það sé skynsamlegt að búa sig undir það. Að það verði nánast vetrarverð einnig í sumar.“ Spá stofnunarinnar sé þó háð talsverðri óvissu. Einkum varðandi þróun orkuverðs innan Evrópusambandsins og stöðu í miðlunarlónum.

ESB getur ekki tryggt orkuöryggi eigin ríkja

Deildarstjórinn segir jákvætt að tengjast orkumarkaði Evrópusambandsins þar sem það auki orkuöryggi Noregs. Vísar Nordberg til þess að bæði sé hægt að flytja raforku til ríkja þess sem og frá þeim til Noregs. Hins vegar séu Norðmenn fyrir vikið bundnir af því verðlagi sem gildi innan sambandsins hverju sinni.

Hækkandi verðlag á orku innan Evrópusambandsins hefur einkum stafað af tilfinnanlegum orkuskorti innan þess. Framboð hefur fyrir vikið ekki getað annað eftirspurn. Með öðrum orðum hefur sambandið ekki verið í aðstöðu til þess að tryggja orkuöryggi eigin ríkja og hvað þá orkuöryggi Norðmanna.

HJG

(Ljósmynd: Åndalsnes í Noregi. Eigandi: Eirik Hoem)(Ljósmynd: Frá Noregi. Eigandi: Yiannis Theologos Michellis)


Tengt efni:
Telja norræna vinnumarkaðsmódelinu ógnað
Reglur ESB víki fyrir norskum lögum
Stuðningur við EES dregst saman í Noregi
Svipað margir vilja í ESB án EES
Sviss hafnar samningi í anda EES

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb