Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Author: Fullveldi

Stjórnsýslan ekki nógu stór

Posted on 10/03/2022 by Fullveldi

Full ástæða er til þess að fagna því þegar vakin er athygli á umfangi stjórnsýslunnar hér á landi og hvatt til umbóta í þeim efnum líkt og Thomas Möller, varaþingmaður Viðreisnar, gerði í ræðu á Alþingi fyrir ekki alls löngu. Því miður kemur það þó óhjákvæmilega mjög niður á trúverðugleika slíkrar gagnrýni þegar talað er á…

Meiri áherzla á Evrópusambandsher

Posted on 02/03/202222/10/2022 by Fullveldi

Viðbúið er að innrás rússneska hersins í Úkraínu verði meðal annars til þess að pólitískir forystumenn innan Evrópusambandsins, sem og aðrir, sem kallað hafa eftir því að sambandið komi sér upp eigin her muni leggja aukna áherzlu á þann málflutning. Þá verður væntanlega einnig lögð aukin áherzla á þann málstað að gengið verði skrefinu lengra…

Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB

Posted on 18/02/202222/10/2022 by Fullveldi

Hlutverk Evrópusambandsins og ríkja þess er að standa vörð um samrunaþróunina innan sambandsins og koma í veg fyrir að fleiri ríki yfirgefi það í kjölfar útgöngu Bretlands. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir þing Evrópusambandsins og birt í fyrradag eftir að 516 af 705 þingmönnum samþykktu hana. Fram kemur einnig í skýrslunni…

Hátt raforkuverð líklega út árið

Posted on 07/02/202222/10/2022 by Fullveldi

Miklar líkur eru á því að raforkuverð í Noregi haldist áfram hátt út þetta ár samkvæmt spá NVE, norsku vatns- og orkustofnunarinnar, og að vetrarverð gildi yfir sumartímann. Verð á raforku í landinu hefur náð sögulegum hæðum í vetur einkum vegna mikilla verðhækkana á orkumarkaði Evrópusambandsins. Tengslin á milli Noregs og Evrópusambandsins í þessum efnum…

Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum

Posted on 31/01/202222/10/2022 by Fullveldi

„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 3. febrúar 2014. Þingmenn væru jafnvel að innleiða meira en þyrfti að gera vegna þess að ekki væri fyrir að fara nógu mörgum opinberum starfsmönnum til þess að…

Meira regluverk og minna svigrúm

Posted on 30/01/2022 by Fullveldi

Fjöldi þeirra mála sem stafa af regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum hefur farið vaxandi á liðnum árum á sama tíma og gildissvið samningsins hefur verið að teygjast út til fleiri málaflokka. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Í…

Vaxandi samvinna í varnarmálum

Posted on 26/01/202222/10/2022 by Fullveldi

Fundur Antonys J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra símleiðis fyrr í þessum mánuði, og fréttatilkynning bandaríska utanríkisráðuneytisins í kjölfarið, er enn ein birtingarmynd aukins áhuga bandarískra stjórnvalda á því að styrkja tengslin við Ísland þegar kemur að varnarmálum en í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi meðal annars rætt um vaxandi samvinnu…

Hagstæðara að sigla undir brezkum fána

Posted on 19/01/202222/10/2022 by Fullveldi

Stjórnvöld í Bretlandi hafa í hyggju að bjóða skipafélögum skattaívilnanir ef skip þeirra sigla undir brezkum fána. Nokkuð sem ekki var gerlegt á meðan Bretar voru í Evrópusambandinu og bundnir af regluverki þess. Vegna aðildar Íslands að EES-samningnum eru Íslendingar bundnir af umræddu regluverki sambandsins. Fram kemur í frétt brezka dagblaðsins Daily Telegraph að til…

Posts navigation

  • Previous
  • 1
  • …
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • …
  • 13
  • Next

HELZTU GREINAR


Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.



Versnandi staða fámennari ríkja ESB

Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu á undanförnum árum er að vægi fámennari ríkja sambandsins við ákvarðanatökur í ráðherraráði þess hefur minnkað stórlega. Einkum þeirra fámennustu. Krafa um einróma samþykki í ráðinu heyrir þannig í raun til algerra undantekninga í dag ólíkt því sem áður var og þess í stað er miðað við meirihlutasamþykki þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Hvort tveggja hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.



Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.


Færslur

  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb