Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun.
Category: EES-samningurinn
Milljarðar fyrir verri viðskiptakjör
Fyrir síðustu jól tilkynntu stjórnvöld að samkomulag væri í höfn um frekari greiðslur Íslands í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Reiknað er með því að greiðslurnar kunni að nema um 12 milljörðum króna fyrir tímabilið 2021-2028 eða um 1,7 milljörðum króna árlega. Þær námu 9,5 milljörðum á síðasta tímabili og því gert ráð fyrir umtalsverðri hækkun.
Þegar þú vilt miklu meira bákn
Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni.
„Vitum ekkert hvað við erum að gera“
„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 3. febrúar 2014. Þingmenn væru jafnvel að innleiða meira en þyrfti að gera vegna þess að stjórnsýslan réði engan veginn nógu vel við það verkefni að fylgjast með regluverksframleiðslu sambandsins.
Vilja ekki þurfa að verja EES
Fyrir rúmum sex árum síðan fann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig knúna til þess að að rita grein á Kjarnann til þess að koma á framfæri áhyggjum sínum af því að víglínan í umræðum um Evrópumálin hér á landi væri að færast. Frá því að hverfast um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið yfir í það að snúast um það hvort æskilegt væri fyrir landið að vera áfram aðili að EES-samningnum.
Mótleikur ESB vegna Icesave-málsins
Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í bönkum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að afar ólíklegt sé að slík undanþága verði veitt.
Drögumst aftur úr vegna EES
Forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært á undanförnum árum en að gangast við þeim veruleika að sambandið sé hnignandi markaður miðað við það sem er að gerast víðast hvar annars staðar og að regluverks þess sé iðulega afar íþyngjandi. Lausn þeirra hefur hins vegar allajafna verið meiri samruni innan Evrópusambandsins, meira framsal valds, meiri miðstýring – og meira regluverk.
Ríkisábyrgð á 1.359 milljarða króna?
Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.359 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um rúma 70 milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi í gegnum EES-samningninn mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.
Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis
Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með sérstöku kjörunum.
Með of mikil völd
Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil.