Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum…
Category: Greinar
Kuldinn sem fyrr bandamaður Rússlands
Kuldinn hefur lengi verið bandamaður Rússlands þegar komið hefur að því að bera að lokum sigur úr býtum á öðrum Evrópuríkjum. Veturinn 1812 setti hernað Napóleons úr skorðum og hersveitir Hitlers frusu í hel við borgarhliðin að Moskvu í desember 1941. Vladimír Pútín hefur það nú á valdi sínu að skrúfa fyrir flæði gass til…
„Þetta er búið og gert“
„Hversu innilega sem ég kann að vera andvígur Brexit þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er búið og gert,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn helzti andstæðingur útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, á ráðstefnu á vegum Tony Blair Institute for Global Change á dögunum. Fram kemur á fréttavef brezka dagblaðsins Daily…
Hornsteinn NATO á norðurslóðum
Fullyrðingar um að mikilvægi Íslands sé ekki lengur fyrir hendi þegar kemur að varnarmálum vestrænna ríkja stenzt ekki skoðun eins og ég fjallaði um í grein í Morgunblaðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Vísaði ég þar meðal annars til aukinnar áherzlu á endurbætur á aðstöðunni á Keflavíkurflugvelli og aukinnar nýtingar hennar sem og yfirlýsinga, ekki sízt…
Vilja frekar fríverzlunarsamning en EES
Fleiri Norðmenn vilja fríverzlunarsamning við Evrópusambandið en vera áfram aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio vann fyrir norsku samtökin Nei til EU. Þannig eru 34% hlynnt því að EES-samningnum verði skipt út fyrir fríverzlunarsamning og 27% andvíg því. 38,8% tóku ekki afstöðu með eða á móti. Skoðanakannanir…
Fullkominn aðstöðumunur
Hver sem ástæðan kann að vera fyrir því að dómstóll Evrópusambandsins hefur hætt réttarfarslegu samtali við EFTA-dómstólinn við framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), og hvort sem það getur talizt skiljanlegt eður ei, þá breytir það vitanlega engu um það grundvallaratriði að dómstóll sambandsins getur hvenær sem er hætt umræddu samtali einhliða án þess að…
Hefur augljósa yfirburðastöðu
Fyrirkomulag dómstólamála við framvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) var viðfangsefni greinar eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 26. apríl síðastliðinn. Tilefni hennar var athyglisverð grein sem birzt hafði í blaðinu í júlí á síðasta ári eftir Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, þar sem hann vakti meðal annars athygli á því að dómstóll Evrópusambandsins væri…
Tveir ójafnir dómstólar
Mjög athyglisverð grein birtist í Morgunblaðinu síðasta sumar eftir dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, en þar kom meðal annars fram að dómstóll Evrópusambandsins hefði nánast hætt réttarfarslegu samtali við EFTA-dómstólinn við framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta áréttaði hann síðan í annarri grein sem birtist í blaðinu 15. marz síðastliðinn. Vísaði Baudenbacher þar…