Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Category: Greinar

Stefnt að einu ríki frá upphafi

Posted on 07/04/202213/12/2022 by Fullveldi

Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki…

Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda

Posted on 30/03/202222/10/2022 by Fullveldi

Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga…

Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB

Posted on 22/03/202222/10/2022 by Fullveldi

Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur…

Stjórnsýslan ekki nógu stór

Posted on 10/03/2022 by Fullveldi

Full ástæða er til þess að fagna því þegar vakin er athygli á umfangi stjórnsýslunnar hér á landi og hvatt til umbóta í þeim efnum líkt og Thomas Möller, varaþingmaður Viðreisnar, gerði í ræðu á Alþingi fyrir ekki alls löngu. Því miður kemur það þó óhjákvæmilega mjög niður á trúverðugleika slíkrar gagnrýni þegar talað er á…

Meiri áherzla á Evrópusambandsher

Posted on 02/03/202222/10/2022 by Fullveldi

Viðbúið er að innrás rússneska hersins í Úkraínu verði meðal annars til þess að pólitískir forystumenn innan Evrópusambandsins, sem og aðrir, sem kallað hafa eftir því að sambandið komi sér upp eigin her muni leggja aukna áherzlu á þann málflutning. Þá verður væntanlega einnig lögð aukin áherzla á þann málstað að gengið verði skrefinu lengra…

Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB

Posted on 18/02/202222/10/2022 by Fullveldi

Hlutverk Evrópusambandsins og ríkja þess er að standa vörð um samrunaþróunina innan sambandsins og koma í veg fyrir að fleiri ríki yfirgefi það í kjölfar útgöngu Bretlands. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir þing Evrópusambandsins og birt í fyrradag eftir að 516 af 705 þingmönnum samþykktu hana. Fram kemur einnig í skýrslunni…

Hátt raforkuverð líklega út árið

Posted on 07/02/202222/10/2022 by Fullveldi

Miklar líkur eru á því að raforkuverð í Noregi haldist áfram hátt út þetta ár samkvæmt spá NVE, norsku vatns- og orkustofnunarinnar, og að vetrarverð gildi yfir sumartímann. Verð á raforku í landinu hefur náð sögulegum hæðum í vetur einkum vegna mikilla verðhækkana á orkumarkaði Evrópusambandsins. Tengslin á milli Noregs og Evrópusambandsins í þessum efnum…

Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum

Posted on 31/01/202222/10/2022 by Fullveldi

„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 3. febrúar 2014. Þingmenn væru jafnvel að innleiða meira en þyrfti að gera vegna þess að ekki væri fyrir að fara nógu mörgum opinberum starfsmönnum til þess að…

Posts navigation

  • Previous
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • …
  • 11
  • Next

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
  • Stjórnsýslan kvartar undan flóknu regluverki
  • Háð bæði Kína og Rússlandi
  • Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb