Fram kemur á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph að stjórnvöld í Bretlandi hafi ákveðið að nýta nýfengið sjálfstæði landsins frá Evrópusambandinu til þess að draga verulega úr því regluverki sem í gildi er í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi lagt blessun sína yfir áætlun í þeim efnum sem byggist á því að fyrir hverja…
Category: Greinar
Mjótt á mununum eða ekki?
Fimm ár eru liðin frá því að samþykkt var í þjóðaratkvæði í Bretlandi að segja skilið við Evrópusambandið. Við tók langt og strangt ferli sem að lokum leiddi til þess að landið yfirgaf sambandið formlega í byrjun síðasta árs. Bretar höfðu þá verið hluti af Evrópusambandinu í tæplega hálfa öld eða allt frá árinu 1973….
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa verið starfandi í Evrópu regnhlífarsamtökin European Movement International. Meginmarkmið samtakanna hefur frá upphafi verið að til verði sameinað evrópskt sambandsríki (e. united, federal Europe) eins og það var lengi vel orðað á vefsíðu þeirra. Tekin var í notkun ný vefsíða á vegum European Movement International fyrir nokkrum…
„Við höfum verið rændir“
Sjómenn á Írlandi hafa gagnrýnt harðlega fríverzlunarsaminginn sem Evrópusambandið samdi um við Bretland í kjölfar þess að Bretar yfirgáfu það. Hluti samningsins fjallar um skiptingu aflaheimilda í deilistofnum næstu fimm árin og segja írskir sjómenn að þar halli mjög á Írland umfram önnur ríki sambandsins. Fram kemur í frétt Reuters að samkvæmt upplýsingum frá írskum…
Munaði verulega um lánsbóluefni
Verulega hefur munað um þau bóluefni sem íslenzk stjórnvöld fengu að láni frá Noregi og Svíþjóð þegar kemur að þeim góða árangri sem náðst hefur í bólusetningum hér á landi undanfarnar vikur. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í gær þar sem byggt var á gögnum frá Landlæknisembættinu. Ég fjallaði um málið á Fullveldi.is í…
Fleiri andvígir inngöngu í ESB í tólf ár
Fleiri hafa verið andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin tólf ár. Í Noregi hefur viðvarandi andstaða við inngöngu í sambandið verið enn lengur fyrir hendi eða allt frá 2005, í samfellt sextán ár. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar MMR eru 46,4% landsmanna andvíg…
Vilja refsiaðgerðir gegn Íslandi
Makrílveiðar Íslendinga voru til umræðu á fundi í ráðherraráði Evrópusambandsins sem fram fór nýverið en á fundinum kallaði Charlie McConalogue, sjávarútvegsráðherra Írlands, eftir því að sambandið gripi til harðra aðgerða í kjölfar þess að stjórnvöld í Noregi, Færeyjum og á Íslandi tóku ákvörðun um að taka sér einhliða makrílkvóta. Þar á meðal viðskiptaþvingana yrðu ákvarðanirnar…
„Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“
„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum,“ sagði Uffe-Ellemann Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, við mbl.is í marz 2017 en hann hefur lengi hvatt til inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir…