Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Category: Greinar

Hægt að draga verulega úr regluverki

Posted on 30/07/202113/12/2022 by Fullveldi

Fram kemur á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph að stjórnvöld í Bretlandi hafi ákveðið að nýta nýfengið sjálfstæði landsins frá Evrópusambandinu til þess að draga verulega úr því regluverki sem í gildi er í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi lagt blessun sína yfir áætlun í þeim efnum sem byggist á því að fyrir hverja…

Mjótt á mununum eða ekki?

Posted on 24/07/202113/12/2022 by Fullveldi

Fimm ár eru liðin frá því að samþykkt var í þjóðaratkvæði í Bretlandi að segja skilið við Evrópusambandið. Við tók langt og strangt ferli sem að lokum leiddi til þess að landið yfirgaf sambandið formlega í byrjun síðasta árs. Bretar höfðu þá verið hluti af Evrópusambandinu í tæplega hálfa öld eða allt frá árinu 1973….

Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki

Posted on 22/07/202113/12/2022 by Fullveldi

Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa verið starfandi í Evrópu regnhlífarsamtökin European Movement International. Meginmarkmið samtakanna hefur frá upphafi verið að til verði sameinað evrópskt sambandsríki (e. united, federal Europe) eins og það var lengi vel orðað á vefsíðu þeirra. Tekin var í notkun ný vefsíða á vegum European Movement International fyrir nokkrum…

„Við höfum verið rændir“

Posted on 18/07/202113/12/2022 by Fullveldi

Sjómenn á Írlandi hafa gagnrýnt harðlega fríverzlunarsaminginn sem Evrópusambandið samdi um við Bretland í kjölfar þess að Bretar yfirgáfu það. Hluti samningsins fjallar um skiptingu aflaheimilda í deilistofnum næstu fimm árin og segja írskir sjómenn að þar halli mjög á Írland umfram önnur ríki sambandsins. Fram kemur í frétt Reuters að samkvæmt upplýsingum frá írskum…

Munaði verulega um lánsbóluefni

Posted on 14/07/202113/12/2022 by Fullveldi

Verulega hefur munað um þau bóluefni sem íslenzk stjórnvöld fengu að láni frá Noregi og Svíþjóð þegar kemur að þeim góða árangri sem náðst hefur í bólusetningum hér á landi undanfarnar vikur. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í gær þar sem byggt var á gögnum frá Landlæknisembættinu. Ég fjallaði um málið á Fullveldi.is í…

Fleiri andvígir inngöngu í ESB í tólf ár

Posted on 08/07/202113/12/2022 by Fullveldi

Fleiri hafa verið andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin tólf ár. Í Noregi hefur viðvarandi andstaða við inngöngu í sambandið verið enn lengur fyrir hendi eða allt frá 2005, í samfellt sextán ár. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar MMR eru 46,4% landsmanna andvíg…

Vilja refsiaðgerðir gegn Íslandi

Posted on 06/07/202122/10/2022 by Fullveldi

Makrílveiðar Íslendinga voru til umræðu á fundi í ráðherraráði Evrópusambandsins sem fram fór nýverið en á fundinum kallaði Charlie McConalogue, sjávarútvegsráðherra Írlands, eftir því að sambandið gripi til harðra aðgerða í kjölfar þess að stjórnvöld í Noregi, Færeyjum og á Íslandi tóku ákvörðun um að taka sér einhliða makrílkvóta. Þar á meðal viðskiptaþvingana yrðu ákvarðanirnar…

„Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“

Posted on 05/07/2021 by Fullveldi

„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum,“ sagði Uffe-Ellemann Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, við mbl.is í marz 2017 en hann hefur lengi hvatt til inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Vitanlega er Evr­ópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir…

Posts navigation

  • Previous
  • 1
  • …
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • Next

HELZTU GREINAR


Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.



Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.



Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það.


Færslur

  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
  • Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB
  • Flotið vakandi að feigðarósi
  • Tvennt hægt að gera við tillögurnar
  • Meginvandinn er sjálft regluverkið
  • Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi
  • „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“
  • Með hálfan þingmann á Alþingi
  • Frelsið til þess að ráða eigin málum
  • Hlutleysi veitir enga vörn
  • Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?
  • Viðreisn og báknið
  • Setur Viðreisn í vanda
  • Treysta ekki ESB í varnarmálum
  • Dönsk stjórnarskrá?
  • Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?
  • Hverju ætti ESB að bæta við?
  • Pólitíski ómöguleikinn
  • Að virða niðurstöður kosninga
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb