Miðað við grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Vísir.is á dögunum mætti helzt halda að flokkurinn hafi gefið meginstefnumál sitt um inngöngu í Evrópusambandið upp á bátinn. Þar gagnrýndi formaðurinn umfang hins opinbera hér á landi sem er auðvitað góðra gjalda vert en er hins vegar algerlega á skjön við markmið flokksins um inngöngu í sambandið.
Hvað gerir Bjarni við bókun 35?
Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands.
Gullhúðunin gerir illt verra
Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar.
Fór Ísland á hliðina?
Fyrir rúmum þremur árum síðan hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands að grundvallast á EES-samningnum og við tóku víðtækir fríverzlunarsamningar. Með öðrum orðum skipti Ísland EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Bretland, annað stærsta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina í samskiptum landanna.
Hálfur þingmaður á Alþingi
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal og ekki sízt þegar ákvarðanir væru teknar um mjög mikilvæg íslenzk hagsmunamál eins og til að mynda sjávarútvegsmál og orkumál.
Hvað er þá að Viðreisn?
„Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári.
Krafa þjóðarinnar?
Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar.
Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel
„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í ræðu á fjölmennum fundi í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, 30. ágúst 2018 þar sem hann hafði uppi þung varnaðarorð varðandi aðild Íslands að EES-samningnum og með hvaða hætti hann hefði þróast.
Flóknara en góðu hófi gegnir
Mikilvægt er að einfalda regluverk um fjármálamarkaði hér á landi með það að markmiði að gera það skilvirkara og skiljanlegra. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, í viðtali í ViðskiptaMogganum á dögunum. Sagði hann regluverkið, sem teldi tugþúsundir blaðsíðna af tilskipunum, lögum, reglugerðum og tilmælum, að mörgu leyti orðið of viðamikið.
Fjarar undan tveggja stoða kerfinu
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sem fram fór nýverið áréttaði meðal annars þá stefnu flokksins að framsal valdheimilda til stofnana Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn væri óheimil ef það bryti gegn tveggja stoða kerfi samningsins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafði áður ályktað á sama hátt á síðasta ári og enn fremur að tryggja þyrfti framkvæmd EES-samningsins á grundvelli tveggja stoða kerfisins.